Umferðarslys varð á Hafnarfjarðarvegi á tíunda tímanum í morgun. Bíll valt og ökumaður var fluttur á slysadeild til ahlynningar. Grunur leikur á að hann hafi ekið undir áhrifum áfengis eða vímuefna.
Frá þessu segir í dagbók lögreglunnar og einnig er þetta:
Laust fyrir klukkan ellefu var tilkynnt um innbrot í húsnæði á Hvaleyrarholti og voru skemmdir unnar. Málið er í rannsókn hjá lögreglu.
Umferðarslys varð á Seltjarnarnesi undir hádegi þegar bíl var ekið á ljósastaur. Enginn slys urðu á fólki.
Um tvö leytið í dag var tilkynnt um hnífabardaga milli manna í austurbæ Reykjavíkur. Engin meiðsl urðu og eru viðkomandi menn í haldi lögreglu vegna málsins.