fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Fréttir

Sólveig Anna átti erfið unglingsár: „Hugsa til þeirra fjölmörgu krakka sem ekki ná að ljúka námi“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 27. apríl 2019 12:00

Sólveig Anna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, átti erfið unglingsár og flosnaði upp úr námi. Þetta leiðir huga hennar að ungmennum sem eru í sömu sporum í dag:

„Þó að margt sé breytt í dag þá hugsa ég til þeirra fjölmörgu krakka sem ná ekki að ljúka námi. Það er alltaf ástæða fyrir því og hún er ekki sú að þau séu bara svo léleg. Ég var að komast á fullorðinsaldur þegar ég gat fyrst orðað það hvað það var sem var að trufla mig. Þessi orð voru bara ekki í boði þegar ég var unglingur. En eru það í dag og það skiptir miklu máli að geta setið með börnunum sínum og rætt um tilfinningar við þau.“

Þetta kemur fram ásamt mörgu öðru í viðtali Sólveigar við Fréttablaðið í dag, þar sem farið er yfir víðan völl. Sólveig lýsir sér sem sérlunduðu barni sem naut frelsis en á unglingsárunum fór frelsið að verða henni fjötur um fót:

„Ég var ábyggilega mjög skrýtið barn en mjög stillt. Ég vildi bara mjög mikið vera með foreldrum mínum og vildi ekki fara í skóla. Mér fannst reyndar ágætt að fara í Ísaksskóla en þegar því lauk þá fannst mér það að þurfa að fara að gera hluti vera svo þvingandi.

Ég las mjög mikið og lærði það að barn með bók fær bókstaflega að vera í friði. Þegar ég var búin að læra að lesa fyrir sjálfa mig þá var ég ávallt með bók í hönd og komst með þeirri nálgun hjá því að taka eðlilegan þátt í því sem önnur börn gerðu og uppeldið var frjálslegt,“ segir Sólveig en þegar hún komst á unglingsaldur fór það að taka ekki virkan þátt að há henni.“

Eins og margir sem skapa sér nafn síðar á ævinni féll Sólveig Anna illa inn í skólakerfið og hún var uppreisnargjörn:

„Ég varð mjög erfiður unglingur. Þá var þetta mikla frelsi sem ég hafði notið að valda mér vandræðum. Ég hefði þurft fastara utanumhald en ég var bara orðin svo vön því að hafa þetta frelsi og vankantarnir fóru að koma í ljós. Ég var í mjög miklum mótþróa og leiða og þó að ég ætti stóran og góðan vinkvennahóp í Réttó þá mætti ég illa í skóla. Ég var heima „veik“. Það var ekki geta þá í skólakerfinu til að horfa fram hjá göllunum og fókusera á styrkleikana.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”