Laust fyrir klukkan fjögur í nótt var ofurölvi maður handtekinn í Hafnarfirði. Hann er grunaður um fjársvik, að fara ekki að fyrirmælum lögreglu og fleira, að því er segir í dagbók lögreglunnar. Sökum ástands síns, þ.e. ölvunar, var maðurinn vistaður í fangageymslu lögreglu.
Um hálftíma eftir þetta atvik var maður í annarlegu ástandi handtekinn í Breiðholti. Hann er grunaður um eignaspjöll, hótanir og fleira. Var maðurinn vistaður í fangageymslu lögreglu. Á honum fundust ætluð fíkniefni.