fbpx
Fimmtudagur 01.janúar 2026
Matur

Reðasafnið samþykkir groddaralega kartöflu

Fókus
Mánudaginn 22. apríl 2019 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hið íslenska reðasafn mun koma til með að stilla upp kartöflu frá Nova-Scotiu í Kanada sem hefur vakið sérlega mikla athygli að undanförnu. Þórður Ólafur Þórðarson, aðstoðarsafnstjóri Reðasafnsins, staðfestir þetta í samtali við fréttaveituna Halifax Today, en á miðlinum er rakin skrautleg saga umræddrar kartöflu.

Þetta hófst allt þegar hin kanadíska Trista Hallam keypti ýmist grænmeti í heimabæ sínum og blasti það strax við að ein kartaflan væri í laginu eins og karlmannslimur. Þá ákvað Trista að reyna að selja kartöfluna á Facebook, en myndin af grænmetinu fékk ekki að hanga lengi á samskiptavefnum áður en ljósmyndin var fjarlægð sökum þess að þykja of groddaraleg fyrir siðareglur Facebook.

Þá ákvað Hallam að besta leiðin til að vekja athygli á þessari kartöflu væri að stofna aðgang á stefnumótasíðunum Grindr og Tinder. Eftir að hafa vakið talsverða athygli þar og hlotið ýmsar beiðnir ákvað Hallam að reyna að hafa samband við Hið íslenska reðasafnið en aldrei grunaði hana að umtalaða kartaflan fengi samþykki.

Mynd: Trista Hallam

Í samtali við fréttaveituna segist Hallam hvorki hafa heimsótt reðasafnið né komið til Íslands, en segir hún hvort tveggja vera efst á sínum lista í náinni framtíð.

Hið íslenska reðasafn var stofnað árið 1997 af Sigurði Hjartarsyni, þá kennara á eftirlaunum, og er nú rekið af syni hans, Hirti Gísla Sigurðssyni. Vinsældir safnsins eru slíkar að það hefur orðið að vinsælum aðkomustað meðal ferðamanna og skipta gestir þess þúsundum á hverju ári og hefur það fengið athygli heimspressunnar, þar á meðal í kanadísku heimildarmyndinni The Final Member, sem fjallar um leiðangur safnsins til að verða sér úti um mannsreður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
16.06.2025

ÓX hlýtur græna Michelin stjörnu – Hosiló bætist við staði sem Michelin mælir með

ÓX hlýtur græna Michelin stjörnu – Hosiló bætist við staði sem Michelin mælir með
Matur
15.06.2025

Þess vegna má ekki skola hráan kjúkling

Þess vegna má ekki skola hráan kjúkling
Matur
18.04.2025

Bakaðu páskahreiður Láru og Ljónsa

Bakaðu páskahreiður Láru og Ljónsa
Matur
17.04.2025

Rjómaostakúla með pekan og trönuberjum

Rjómaostakúla með pekan og trönuberjum
Matur
19.01.2025

Draumabitar Láru

Draumabitar Láru
Matur
18.01.2025

Tveggja barna móðir frá Þorlákshöfn átti næstbesta borgarann

Tveggja barna móðir frá Þorlákshöfn átti næstbesta borgarann
Matur
13.11.2024

Brauðtertunni fagnað með Íslandsmótsverðlaunahöfum og veglegri uppskriftabók

Brauðtertunni fagnað með Íslandsmótsverðlaunahöfum og veglegri uppskriftabók
Matur
06.10.2024

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“