fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Eyjan

Björn um tækifærismennsku Þorsteins og Frosta: „Nær væri að nota orðið „tvöfeldni“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 22. apríl 2019 09:38

Mynd Hanna DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, segir þá Miðflokksmenn sem berjist nú gegn þriðja orkupakkanum, en samþykktu hluta þriðja orkupakkans árið 2015, er þeir voru í Framsóknarflokknum, vera tvöfalda í roðinu.

Hafði hann áður notað orðið „tækifærismennska“ til að lýsa þeim Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, Frosta Sigurjónssyni og Þorsteini Sæmundssyni í framgöngu sinni gegn þriðja orkupakkanum, þar sem þeir hafi ekki minnst á þá staðreynd að þeir hafi allir, undir merkjum Framsóknarflokksins árið 2015, staðið að því að innleiða hluta þriðja orkupakkans, líkt og fram kom í Stundinni.

Björn ritar:

„Þegar hefur verið innleiddur eða lögfestur hluti þriðja orkupakkans. Var það gert með lögum sem alþingi samþykkti 28. maí 2015. Ástæða fyrir því að þetta atriði hefur ekki verið hluti allra umræðnanna um þriðja orkupakkann er meðal annars sú að innleiðingar þessa hluta hans er ekki getið í þeim skjölum sem nú liggja fyrir alþingi. Engin skýring er á þögninni um þennan þátt málsins. Einkennilegast er þó að menn eins og Þorsteinn Sæmundsson, núv. þingmaður Miðflokksins, skuli þegja um þetta – eða kannski er það ekkert einkennilegt. Þessi sami Þorsteinn var þingmaður Framsóknarflokksins í febrúar 2015 og hann var einnig framsögumaður meirihluta atvinnuveganefndar þingsins þegar um þennan hluta þriðja orkupakkans var fjallað.“

segir Björn og vitnar í þingræðu Þorsteins um málið:

„Með frumvarpinu er lagt til að 22. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2009/72/EB um
sameiginlegar reglur fyrir innri markað raforku [þriðji orkupakkinn] verði innleidd hér á landi.
Í tilskipuninni eru sameiginlegar reglur um framleiðslu, flutning, dreifingu og afhendingu rafmagns
og ákvæði um neytendavernd. Markmið tilskipunarinnar er að bæta og samþætta samkeppnishæfa raforkumarkaði  innan bandalagsins. Hún hefur ekki enn verið tekin upp í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið en talið er  rétt að innleiða þennan hluta hennar, þ.e. 22. gr., þar sem mælt er fyrir um kerfisáætlun flutningsfyrirtækis.“

Tillagan var felld, en meðal þeirra sem hana felldu var Frosti Sigurjónsson, þáverandi þingmaður Framsóknarflokksins, sem Björn segir stilla sér upp með Miðflokknum:

„Meðal annars með stórum yfirlýsingum um að hann hafi aldrei lagt neinu lið sem snerti sæstreng. Ávallt verið á móti því öllu. Hér hefur orðið „tækifærismennska“ verið notað um framgöngu þeirra Frosta og Þorsteins Sæmundssonar, nær væri að nota orðið „tvöfeldni“. Stundum er sagt að ekki sé „hægt að treysta mönnum yfir þröskuld“, það á við hér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Vanstillt þjóðfélagsumræða

Björn Jón skrifar: Vanstillt þjóðfélagsumræða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
Eyjan
Fyrir 1 viku

Breytingar í framkvæmdastjórn Póstsins – Eymar og Benedikt ráðnir

Breytingar í framkvæmdastjórn Póstsins – Eymar og Benedikt ráðnir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla