fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fókus

50-20-30 reglan: Ef þú notar hana verður þú aldrei aftur í fjárþröng

Fókus
Laugardaginn 20. apríl 2019 14:30

Gagnlegar ráðleggingar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvort sem fólk ætlar að spara saman fyrir einhverju stóru eða smáu, til dæmis fasteign eða fatnaði, þá lenda flestir í því að þurfa að setja sér ákveðin mörk til að geta keypt það sem stefnt er að og margir lenda einnig í að sparnaðurinn gengur ekki eins vel og til var ætlast. Það getur gengið illa að leggja fyrir mánaðarlega því það er alltaf eitthvað að koma upp sem þarf að nota peninga í. En með 50-20-30 reglunni er hægt að ná stjórn á þessu og ná góðum árangri að sögn.

Með því að fara eftir þessari reglu er tryggt að fólk haldi alltaf þeirri fjárhagsáætlun sem lagt er af stað með og nái að leggja það til hliðar sem stefnt er að. Þetta kemur fram á vefsíðunni Career Girl Daily. Þar er því haldið fram að með því að nota þessa einföldu reglu þá geti fólk náð stjórn á fjármálum sínum. Fram kemur að allir, óháð tekjum, geti notað þessa reglu með góðum árangri.

Reglan er einföld:

50 prósent af útborguðum launum eru notuð til að greiða fyrir ýmsar nauðsynjar, til dæmis húsaleigu, reikninga, mat og samgöngur. Undir þessar nauðsynjar flokkast raunar allt sem teljast óhjákvæmileg útgjöld sem ekki er hægt að sleppa.

20 prósent af laununum eru lögð til hliðar sem sparnaður. Ekki er verra að hafa sérstakan bankareikning fyrir þessa peninga. Þá er síðan hægt að nota þegar kemur að fasteignakaupum, bílakaupum eða til að greiða niður lán.

30 prósent af laununum eru síðan til ráðstöfunar í hvaðeina sem fólki langar í, til dæmis ný föt, Netflix, ferð á veitingahús eða nýtt sjónvarp.

Hannah Lutterbach, sem skrifar færsluna, segir að ef fólk fari eftir fyrstu tveimur liðunum í reglunni þá leyfi þriðja stigið því að skemmta sér aðeins með peningana og gera það sem það vill. Hún hvetur fólk til að fylgja reglunni stíft og ekki byrja að svindla á henni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Eva var stoppuð af lögreglunni og kom í Dagbók lögreglunnar – „Æ Eva hættu að ljúga að opinberum starfsmanni“

Eva var stoppuð af lögreglunni og kom í Dagbók lögreglunnar – „Æ Eva hættu að ljúga að opinberum starfsmanni“
Fókus
Í gær

Rihanna stórglæsileg á bláa dreglinum við heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar Smurfs 

Rihanna stórglæsileg á bláa dreglinum við heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar Smurfs 
Fókus
Fyrir 2 dögum

Var heilt heimsveldi vísvitandi strokið út úr sögunni?

Var heilt heimsveldi vísvitandi strokið út úr sögunni?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sigga segist geta kveikt á ónýtri ljósaperu með því að leggja hana á ennið

Sigga segist geta kveikt á ónýtri ljósaperu með því að leggja hana á ennið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Myndirnar sem Katy Perry vill ekki sjá: Orlando Bloom með dökkhærðri þokkadís

Myndirnar sem Katy Perry vill ekki sjá: Orlando Bloom með dökkhærðri þokkadís
Fókus
Fyrir 5 dögum

Yngri konan vill djamma og stunda kynlíf öll kvöld – „Hvað á ég að gera?“

Yngri konan vill djamma og stunda kynlíf öll kvöld – „Hvað á ég að gera?“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Starfsmaður skemmtiferðaskips birti mynd af launaseðlinum sínum

Starfsmaður skemmtiferðaskips birti mynd af launaseðlinum sínum
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ragnhildur gagnrýnir „ofurfyrirsætusnarlið“ sem fer sem eldur um sinu á samfélagsmiðlum

Ragnhildur gagnrýnir „ofurfyrirsætusnarlið“ sem fer sem eldur um sinu á samfélagsmiðlum