fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Leitin að Jóni Þresti – Ýmsar tilgátur á lofti – „Þetta er allt jafn líklegt og ólíklegt fyrir mér“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 16. apríl 2019 07:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt frá því að Jón Þröstur Jónsson hvarf sporlaust í Dublin á Írlandi þann 9. febrúar síðastliðinn hefur fjölskylda hans leitað hans. Auk þess hefur írska lögreglan rannsakað málið og sjálfboðaliðar hafa leitað Jóns. En ekkert hefur fundist sem hefur fært lögregluna eða fjölskylduna nær því að fá svör um hvað varð um Jón.

Í Morgunblaðinu í dag er rætt við Davíð Karl Wiium, bróðir Jóns, um stöðu málsins. Haft er eftir honum að fjölskyldan geti lítið annað gert en haldið áfram að minna á málið.

„Við erum bara í því að reyna að halda póst­in­um gang­andi. Það vita all­ir af þessu úti. Það er eig­in­lega eng­inn sem hef­ur ekki heyrt um þetta. En það er voða lítið sem hægt er að gera eins og er.”

Sagði Davíð í samtali við Morgunblaðið.

Fjölskyldan hefur reynt að sjá til þess að einhver úr henni sé alltaf til staðar í Dublin og flýgur Davíð þangað í dag til að taka við af systur sinni. Haft er eftir honum að hann ætla að reyna að vekja athygli fjölmiðla á málinu og dreifa upplýsingum um það sem víðast. Hann stefnir einnig á fund með lögreglunni á morgun og reiknar þá með að fá nánari upplýsingar um stöðu rannsóknarinnar.

Haft er eftir Davíð að ýmsar tilgátur séu uppi um hvað hafi orðið um Jón Þröst en skiptar skoðanir séu um hvort hann hafi yfirgefið Írland.

„Þetta er allt jafn líklegt og ólíklegt fyrir mér.“

Sagði Davíð í samtali við Morgunblaðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast