fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Fréttir

Hópfjármögnun á arftaka WOW air hafin á netinu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 14. apríl 2019 13:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Staðhæft hefur verið að Skúli Mogensen hafi byrjað undirbúning að stofnun nýs flugfélags aðeins nokkrum dögum eftir að WOW air fór í þrot. Núna er endurreisn WOW hafin með hlutafjármögnun á netinu. Á vefsíðunni hluthafi.com segir:

„Við erum fyrrum viðskiptavinir WOW Air og annarra flugfélaga. Við vitum að ef samkeppni minnkar eða fellur niður í samkeppnisumhverfi þá töpum við til lengri tíma. Auk þess vitum við að ferðaþjónusta á Íslandi hefur aukið hagvöxt og lífsgæði á undanförnum árum og viljum við tryggja þau gæði áfram.

Við teljum að ef Skúli og hans besta fólk getur endurreist WOW Air þá eigum við sem einstaklingar í þessu landi að sameinast um að hjálpa til. Því hvetjum við einstaklinga og fyrirtæki til að leggja fram lítilsháttar hlutafé í krafti fjöldans og tryggja rekstur WOW Air til framtíðar.“

Á síðunni eru leiðbeiningar um hvernig hægt er að taka þátt í fjármögnuninni og verða einn af eigendum nýs flugfélags. Komið hefur fram í fréttum að Skúli hefur átt í viðræðum við KEA um þátttöku í fjármögnun nýs flugfélags. Um hópinn sem stendur að baki fjármögninni segir á hluthafi.com:

„Við erum einstaklingar, sem sjá að rekstur lággjalda flugfélags í eigu íslendinga er raunhæfur kostur og viljum að landsmenn taki sig saman til að endurreisa WOW Air eða stofna nýtt lággjalda félag, sem er eitt brýnasta hagsmunamál þóðarinnar í dag.

Þeir einstaklingar sem standa að gerð þessarar síðu og væntanlegs almenningshlutafélags hafa ekki starfað hjá WOW Air og eru ekki tengdir félaginu á nokkurn hátt.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Smíða brú á milli Rússlands og Norður-Kóreu

Smíða brú á milli Rússlands og Norður-Kóreu
Fréttir
Í gær

Spessi ætlaði að verða barnfóstra en er einn þekktasti ljósmyndari landsins – „Ég hafði ekki mikla trú á mér“

Spessi ætlaði að verða barnfóstra en er einn þekktasti ljósmyndari landsins – „Ég hafði ekki mikla trú á mér“
Fréttir
Í gær

Sagðist vera leppur en dró allt til baka og beið svara í átta ár – Viðurkenndi leppun fyrir dómi

Sagðist vera leppur en dró allt til baka og beið svara í átta ár – Viðurkenndi leppun fyrir dómi
Fréttir
Í gær

Ísraelsmenn ætla að hernema Gasaströndina

Ísraelsmenn ætla að hernema Gasaströndina
Fréttir
Í gær

Ágústa mætir í dómsal til að styðja þolanda Vopnafjarðarhrottans – „Hvers vegna lítur dómskerfið á þessi ofbeldisverk svo ofboðslega vægum augum?“

Ágústa mætir í dómsal til að styðja þolanda Vopnafjarðarhrottans – „Hvers vegna lítur dómskerfið á þessi ofbeldisverk svo ofboðslega vægum augum?“