fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Hernum beitt gegn fóstureyðingum í Gvatemala

Hollenskt skip þar sem fóstureyðingar eru framkvæmdar beitt hafnbanni

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 26. febrúar 2017 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Herinn í Gvatemala hefur bannað félögum í hollenskum samtökum, sem bjóða konum að framkvæma fóstureyðingar um borð í skipi á alþjóðlegu hafsvæði, að koma í land í Gvatemala og sækja konur í þeim tilgangi. Í tilkynningu frá hernum kemur fram að verið sé að framfylgja fyrirskipunum forseta landsins, Jimmy Morales. Fóstureyðingar eru ólöglegar í Gvatemala nema því aðeins að þungunin stefni lífi kvenna á hættu.

Um er að ræða samtökin Women on Waves en félagar í samtökunum ferðast um heimshöfin og bjóða konum aðstoð við að eyða fóstrum í löndum þar sem slíkt er ólöglegt. Talskona Women on Waves segir að Gvatemala hafi orðið fyrir valinu sem fyrsta landið í Rómönsku-Ameríku sem samtökin sækja heim vegna þess að þar í landi sé starfandi öflug kvenréttindasamtök. Samkvæmt ferðaáætlun kemur skip samtakanna til Gvatemala næstkomandi miðvikudag. Eftir því sem samtökin segja eru um 65 þúsund ólöglegar fóstureyðingar framkvæmdar ár hvert í Mið-Ameríku. Fram til þessa hafa Women on Waves heimsótt Írland, Pólland, Portúgal og Spán.

Herinn í Gvatemala hefur sent herskip af stað sem á að hafa eftirlit með skipi Women on Waves.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“
Fréttir
Í gær

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi