fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Eyjan

Kolbrún um Klaustursþingmenn: Hjákátleg sjálfsvorkunn gert þá að alþjóðlegu athlægi

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 11. apríl 2019 09:21

Bergþór Ólason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbrún Bergþórsdóttir hefur verið dugleg við að láta Klaustursþingmennina fá það óþvegið í leiðurum Fréttablaðsins og dregur hvergi undan í dag þar sem hún sakar Bergþór Ólasson, þingmann Miðflokksins, um sjálfsvorkun. Tilefnið er ræða Bergþórs á Evrópuráðsþinginu á dögunum, sem Kolbrún segir „vandræðalega“:

„Það var verulega vandræðalegt að sjá í seinni fréttatíma RÚV, síðastliðið þriðjudagskvöld, myndir af þingmanni Miðflokksins Bergþóri Ólasyni bera sakir af Klausturþingmönnunum í ræðu á sjálfu Evrópuráðsþinginu. Á þinginu mælti Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður laga- og mannréttindanefndar Evrópuráðsþingsins, fyrir þingsályktun um að aðildarríki setji á fót óháða nefnd eða stofnun sem hægt verði að leita til verði starfsmaður þjóðþings fyrir kynferðislegu ofbeldi eða áreitni. Áður hafði verið birt skýrsla þar sem Klausturmálinu var lýst í einni efnisgrein. Af þessu tilefni sá Bergþór ástæðu til að vekja athygli fulltrúa Evrópuráðsþingsins á því sem honum finnst vera ill meðferð á sér og félögum sínum í Klausturmálinu og gaf í skyn að pólitískir andstæðingar nýttu sér málið í pólitískum tilgangi.“

Þá segir Kolbrún að Klaustursþingmenn hafi verið æði duglegir undanfarið við að vekja athygli á máli sínu, sem sé æði furðulegt, þar sem málstaður þeirra sé engan veginn góður:

„Það er ekki viturlegt af þeim að leggjast í útrás til að predika að þeir hafi verið hafðir fyrir rangri sök.“

Bergþór sagði í ræðu sinni að handrit af upptökum Klaustursþingmanna sýndu aðra mynd en haldið hafði verið að fólki:

„Ekki útskýrði þingmaðurinn það nánar. Fyrst hann var á annað borð að vekja athygli þingsins á málinu hefði mátt ætla að hann myndi rekja hvað það er nákvæmlega sem er svo mikið öðruvísi þar en haldið hefur verið fram. Hvað í atburðarásinni er svo mikilvægt að það setji orðin sem féllu á barnum í garð kvenna í algjörlega nýtt samhengi og geri þau nánast merkingarlaus? Hafi þingmaðurinn séð myndir úr upptökuvélum ætti hann að eiga auðvelt með að útskýra hvað hann á við og fræða þá Evrópuráðsþingið sem og íslensku þjóðina,“

segir Kolbrún og lofar ræðu Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, Pírata, sem hún kallar þjóðarsóma:

„Þórhildur Sunna var sannur þjóðarsómi þegar hún svaraði Bergþóri fullum hálsi og röggsamlega með orðunum: „Kæru félagar, skýrslan er byggð á pólitískum hvötum, en ekki til þess að ráðast á Bergþór heldur til að ráðast á það pólitíska umhverfi þar sem konur er hafðar út undan, þær niðurlægðar eða hlutgerðar á grundvelli kyns. Það er pólitík sem ég er stolt af að tala fyrir.“ Fyrir þessi orð sín uppskar Þórhildur Sunna vitanlega mikið klapp þeirra sem voru í salnum.“

Þá segir Kolbrún að Klaustursþingmenn þurfi að hugsa sinn gang:

„Allt frá því Klausturmálið kom upp hafa þingmennirnir sem voru á barnum ekki sýnt vott af iðrun. Þeir virðast trúa því staðfastlega að þeir hafi ekki gert neitt sérstaklega mikið af sér og sjá óvini í öllum hornum og telja sig fórnarlömb viðamikils samsæris. Einn í þessum hópi mætir síðan á Evrópuráðsþingið og ber sakir af sér og félögum sínum. Þessi ferð hans á þingið var mikil sneypuför, eins og sjá má á myndbandsupptökum. Klausturþingmenn verða að láta af hjákátlegri sjálfsvorkunn ætli þeir sér ekki að verða enn frekar að alþjóðlegu athlægi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Halla Hrund flýgur á toppinn – skjálftavirkni eykst

Orðið á götunni: Halla Hrund flýgur á toppinn – skjálftavirkni eykst
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jóhann Páll Jóhannsson á Alþingi: Hákarlar margfalda höfuðstól smálána – veiðileyfi í boði ríkisstjórnarinnar

Jóhann Páll Jóhannsson á Alþingi: Hákarlar margfalda höfuðstól smálána – veiðileyfi í boði ríkisstjórnarinnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Enginn ágreiningur milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks um opinbera þjónustu og skatta

Ólafur Þ. Harðarson: Enginn ágreiningur milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks um opinbera þjónustu og skatta
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr