fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Guðmundur vill skaðabætur frá Atla Má og Stundinni: „Ég er bara orðlaus“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Föstudaginn 10. febrúar 2017 16:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundar Spartakus Ómarssonar fer fram á ómerkingu á fjölda ummæla og vill skaðabætur vegna umfjallanna sem Atli Már Gylfason blaðamaður birti í Stundinni. Áður hefur verið greint frá því að Guðmundur Spartakus hafi stefnt Sigmundi Erni Rúnarssyni dagskrárstjóra Hringbrautar og RÚV fyrir meiðyrði. Lögmaður Guðmundar er Vilhjálmur H. Vilhjálmsson.

Sjá einnig: Sigmundi Erni og RÚV stefnt fyrir meiðyrði

Hjá RÚV eru það Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri, Pálmi Jónasson, Jóhann Hlíðar Harðarson og Hjálmar Friðriksson sem er stefnt. Þar er farið fram á ómerkingu á 28 ummælum og vill Spartakus 10 milljónir í bætur. Á Hringbraut eru ummælin 9. Samkvæmt heimildum DV eru ummælin sem Spartakus fer fram á að verði dæmt dauð og ómerk svipuð á tölu og hjá RÚV.

Ríkisútvarpið birti frétt í byrjun síðasta árs þar sem haft var eftir ABC-Color að Guðmundur Spartakus væri valdamikill dópsmyglari í Suður-Ameríku. Þar kom einnig fram að ekkert hefði spurst til Guðmundar í tvö ár. DV ræddi við föður Guðmundar sem sagði að Guðmundur hefði aldrei verið týndur.

Forsagan

Friðrik Kristjánsson
Friðrik Kristjánsson

Nafn Guðmundar Spartakus hefur oft komið upp í tengslum við fréttaflutning af hvarfi Friðriks Kristjánssonar sem ekkert hefur spurst til síðan í apríl 2013. Í umfjöllun Stundarinnar var sagt að lögregluyfirvöld hér á landi hefðu leitað að Guðmundi Spartakusi í rúm þrjú og hálft ár vegna hvarfsins í von um að hann gæti gefið upplýsingar sem kæmu að gagni.

Guðmundur birtist hér í vetur en er samkvæmt heimildum DV farinn aftur af landi brott. Stundin vitnaði einnig í ABC-Color sem fullyrti í grein að Guðmundur væri hægri hönd Sverris Þórs sem situr í fangelsi í Brasilíu fyrir eiturlyfjasmygl. Var einnig sagt í sömu frétt og vitnaði í ABC-Color að Guðmundur væri umfangsmikill í eiturlyfjaviðskiptum.

Í Stundinni sagði einnig að lögregla hefði loks seint á síðasta ári náð tali af Guðmundi Spartakusi og hefði hann verið handtekinn og færður til yfirheyrslu vegna hvarfs Friðriks.

„Ég er bara orðlaus“

Fréttir Stundarinnar sem blaðamaðurinn Atli Már Gylfason skrifaði vöktu mikla athygli. Í samtali við DV furðar Atli Már sig á að Guðmundur hjóli í fjölmiðla:

„Mér þykir það bæði ótrúlegt og athyglisvert eða í rauninni ótrúlega athyglisvert að maður sem lögreglan telur búa yfir upplýsingum um hvarf Friðriks Kristjánssonar í Suður-Ameríku árið 2013 skuli eyða kröftum sínum í að lögsækja íslenska blaðamenn í stað þess að aðstoða við að upplýsa um málið,“ segir Atli Már.

„Ég er bara orðlaus.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum