fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Fordæmir rafmagnsofn Eldsmiðjunnar

Björn Þorfinnsson
Þriðjudaginn 21. febrúar 2017 07:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Í mínum huga eru þetta vörusvik eða að minnsta kosti villandi markaðssetning,“ segir Eyjólfur Karl Eyjólfsson, fyrrverandi viðskiptavinur Eldsmiðjunnar. Eyjólfur Karl býr við hliðina á útibúi keðjunnar á Bragagötu og segist hafa verið viðskiptavinur fyrst um sinn.

Allt hafi hins vegar breyst til verri vegar þegar Foodco hf. keypti keðjuna. „Þá settu þeir upp rafmagnsofn, sem er ekki í augsýn viðskiptavina, sem varð þess valdandi að pizzurnar urðu þurrar og óspennandi,“ segir Eyjólfur Karl á Facebook-síðu sinni og birti mynd af ofninum til staðfestingar.

Talsmaður Eldsmiðjunnar svaraði kvörtun Eyjólfs á þá leið að rafmagnsofninn hafi verið í notkun frá upphafi á staðnum og væri aðeins notaður þegar mesta álagið er á veitingastaðnum. Þá eru pítsurnar forbakaðar í rafmagnsofninum en síðan kláraðar í eldofninum.

Þess ber að geta Eldsmiðjan auglýsir grimmt að staðurinn noti eingöngu alvöru eldofna og íslenskt birki úr Hallormsstaðaskógi við baksturinn. Á heimasíðu fyrirtækisins má lesa: „Það krefst kunnáttu að eldbaka pizzu því þar eru engin færibönd eða stafrænir, sjálfstýrðir hitablásarar, heldur aðeins reynsla og þekking pizzubakarans sem sér um að þú fáir pizzuna rjúkandi heita, brakandi stökka og bragðmikla úr eldofninum. Alvöru handverk eins og það hefur verið stundað frá upphafi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
Fréttir
Í gær

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“