fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fréttir

Ásta Guðrún biðst afsökunar: „Ég læri af mistökum og geri betur næst“

Sér eftir því að hafa sagt að hún geti ekki keypt sér íbúð fyrir þrítugt

Kristín Clausen
Þriðjudaginn 21. febrúar 2017 14:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag birti þingmaðurinn og þingflokksformaður Pírata, Ásta Guðrún Helgadóttir, afsökunarbeiðni þar sem hún harmar að hafa látið þau orð falla, í Silfrinu síðastliðinn sunnudag, að hún sæi ekki fram á að geta keypt sér íbúð fyrir þrítugt þrátt fyrir að vera með um 800 þúsund krónur í mánaðarlaun, eftir skatt.

Sagt í hugsunarleysi

Ásta sem er fædd árið 1990 verður þrítug eftir þrjú ár. Nútíminn greindi fyrst frá en í framhaldinu spruttu upp eldheitar umræður á samfélagsmiðlum þar sem fólk úr öllum stéttum samfélagsins ræddi málið og setti reikningsdæmi Ástu upp.

Í afsökunarbeiðni Ástu, sem birtist á Facebook, segir að orðin sem hún lét falla í Silfrinu hafi verið sögð í hugsunarleysi.

Sjá einnig: Ásta Guðrún biðst afsökunar: „Mígreni helltist yfir mig meðan ég stóð á sviðinu“

Tengir mikið við aðstæðurnar

„Það var aldrei ætlun mín á nokkurn hátt að setja mínar fjárhagslegu aðstæður að jöfnu við aðstæður annars ungs fólks á Íslandi. Ég geri mér auðvitað grein fyrir því að aðstæður mínar eru ekki sambærilegar við aðstæður fólks almennt á Íslandi og ég skil vel hvernig þessi ummæli þóttu óviðeigandi og jafnvel særandi,“ segir Ásta.

Það sem hún vildi koma á framfæri í Silfrinu, en týndist í umræðu um hennar eigin stöðu, er að hækkanir á húsnæði hafa verið langt fram úr því sem hún bjóst við.

Hún vildi, með þessum hætti, beina kastljósinu á stöðu ungs fólks, sem er jafnvel nýkomið úr námi og út á vinnumarkaðinn, og hvernig í ósköpunum það á að geta fetað sig á leigu og húsnæðismarkaði við þessar aðstæður.

„Aðstæður sem ég upplifði fyrir ekki svo löngu síðan og tengi ennþá mikið við.“

Þá segir Ásta ennfremur í afsökunarbeiðninni:

„Eitt af erindum mínum í stjórnmálum er að berjast fyrir bættum hag ungs fólks á Íslandi og ég vona að ég geti unnið til baka traust þessa hóps og haldið áfram að vinna að þeirra stóru hagsmunamálum. Ég læri af mistökum og geri betur næst. Því get ég lofað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Palestínufáninn bannaður – „Þá slökkvum við á Eurovision“

Palestínufáninn bannaður – „Þá slökkvum við á Eurovision“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tvær milljónir króna í reiðufé gerðar upptækar – Voru í fórum manns sem finnst ekki

Tvær milljónir króna í reiðufé gerðar upptækar – Voru í fórum manns sem finnst ekki