fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Fókus

David Cassidy þjáist af elliglöpum

Kolbrún Bergþórsdóttir
Sunnudaginn 26. febrúar 2017 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

David Cassidy sagði frá því á dögunum að andlegri heilsu sinni fari hrakandi. Cassidy, sem er 66 ára, varð frægur fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum The Partridge Family. Hann var einnig heimsfrægur söngvari og aðdáendahópur hans var jafnvel stærri en aðdáendahópar Bítlanna og Presleys. Cassidy söng nýlega á tónleikum en átti í áberandi erfiðleikum með að muna textana. Hann hyggst nú hætta öllum tónleikaferðalögum.

Móðir Cassidy og afi þjáðust af heilabilun. „Ég var í afneitun en vissi innst inni að þetta myndi henda mig,“ sagði Cassidy í nýlegu viðtali. Fyrir örfáum árum sagði hann á CNN að sársaukafyllsta reynsla hans í lífinu hefði verið að sjá andlega hnignun móður sinnar. Faðir hans, leikarinn, leikstjórinn og söngvarinn Jack Cassidy, var alkóhólisti og glímdi við andleg veikindi. David Cassidy hefur lengi glímt við áfengisvanda og nokkrum sinnum verið handtekinn fyrir ölvunarakstur. Fyrrverandi stjúpmóðir hans, leikkonan Shirley Jones, tjáði sig fyrir nokkrum árum um alkóhólisma hans og sagðist óttast að vakna einn morguninn og frétta af því að hann hefði fundist dáinn á gólfinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Gordon Ramsay harðorður um hvort hann muni breyta matseðlinum fyrir fólk á Mounjaro

Gordon Ramsay harðorður um hvort hann muni breyta matseðlinum fyrir fólk á Mounjaro
Fókus
Fyrir 2 dögum

Missti 77 kíló án Ozempic – Fann síðan eitthvað í handarkrikanum

Missti 77 kíló án Ozempic – Fann síðan eitthvað í handarkrikanum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kristjáni blöskraði útfararkostnaður og skrifaði bók – „Hvernig höndlum við dauðann?“

Kristjáni blöskraði útfararkostnaður og skrifaði bók – „Hvernig höndlum við dauðann?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kemur umdeildri leiksýningu í Borgarleikhúsinu til varnar – „Eitt af verkefnum listarinnar er að losa sig undan oki tímans“

Kemur umdeildri leiksýningu í Borgarleikhúsinu til varnar – „Eitt af verkefnum listarinnar er að losa sig undan oki tímans“