fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
Pressan

Flugvél var skotin niður og í kjölfarið voru 800.000 manns myrtir á 100 dögum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 8. apríl 2019 06:55

Minnisvarði um fórnarlömb þjóðarmorðsins í Rúanda 1994.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær var aldarfjórðungur liðin síðan hræðileg atburðarás hófst í Afríkuríkinu Rúanda. Kannski má þó segja að atburaðrásin hafi hafist deginum áður. Þá var flugvél skotin niður þegar hún var að lenda í Rúanda. Um borð í henni var Juvenal Habyarimanas forseti landsins.

Hann var af ættflokki Hútúa. Þetta vakti mikla reiði meðal Hútúa sem höfðu áratugum saman talið að þeir sættu verri meðferð en Tútsar í landinu og væru kúgaður þjóðfélagshópur. Reiðin hafði lengi kraumað undir niðri en árásin á flugvélina var dropinn sem fyllti mælinn og hratt hræðilegri atburðarás af stað.

Að morgni 7. apríl 1994 streymdu Hútúar út á götur Rúanda vopnaðir sveðjum, skrúfjárnum og öðru sem var hægt að nota sem vopn. Þar með hófst þjóðarmorð sem stóð yfir í 100 daga. Á þessum 100 dögum er talið að um 800.000 Tútsar hafi verið myrtir auk annarra grimmdarverka.

Heimsbyggðin stóð hjá og aðhafðist ekkert í málinu þótt ljóst væri að þjóðarmorð væri yfirstandandi. Það eina sem gömlu nýlenduveldin gerðu, til dæmis Frakkland og Belgía, var að bjarga eigin ríkisborgurum frá Rúanda. Bill Clinton, sem var forseti Bandaríkjanna á þessum tíma, sagði síðar að það hefðu verið mistök að aðhafast ekkert í málinu og þar með leyfa ofbeldismönnum að halda áfram að myrða fólk.

Þegar óhugnaðinum og voðaverkunum lauk eftir 100 daga flúðu margir ódæðismannanna land, margir til annarra Afríkuríkja og aðrir til Evrópu. Margir þeirra ganga enn lausir.

GFTU, sem er stofnun sem á að hafa uppi á helstu gerendum í þjóðarmorðinu, hefur gefið út 102 handtökuskipanir á hendur grunuðum í 32 ríkjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þoldi ekki „skítalyktina“ af kannabisreykingum nágrannans og fór í hart

Þoldi ekki „skítalyktina“ af kannabisreykingum nágrannans og fór í hart
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hlaupferðin breyttist í martröð – Stóð skyndilega frammi fyrir baráttu upp á líf og dauða

Hlaupferðin breyttist í martröð – Stóð skyndilega frammi fyrir baráttu upp á líf og dauða
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mál glæsikvendis skekur Brasilíu – Móðir, laganemi og raðmorðingi

Mál glæsikvendis skekur Brasilíu – Móðir, laganemi og raðmorðingi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ákærð fyrir að myrða barn fyrir meira en 30 árum

Ákærð fyrir að myrða barn fyrir meira en 30 árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Reiðilestur uppgjafahermanns vekur athygli – „Ég vissi alltaf að það yrðu fjandans dekurdýrin sem myndu fella þjóð okkar“

Reiðilestur uppgjafahermanns vekur athygli – „Ég vissi alltaf að það yrðu fjandans dekurdýrin sem myndu fella þjóð okkar“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Morðið sem hneykslaði Frakka: Óhugnanlegar lýsingar komu fram fyrir dómi

Morðið sem hneykslaði Frakka: Óhugnanlegar lýsingar komu fram fyrir dómi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ríkisstjóri vann 170 milljónir í spilavíti í Las Vegas – „Ég var ótrúlega heppinn“

Ríkisstjóri vann 170 milljónir í spilavíti í Las Vegas – „Ég var ótrúlega heppinn“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Móðir fann hrollvekjandi bréf á eldhúsborðinu – Daginn eftir fannst dóttir hennar myrt

Móðir fann hrollvekjandi bréf á eldhúsborðinu – Daginn eftir fannst dóttir hennar myrt