Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton, er maður fólksins eins og við Íslendingar ættum að þekkja.
Gylfi þykir vera færasti knattspyrnumaður landsins og er jafnvel mikilvægasti leikmaður Everton síðan hann kom þangað.
Gylfi tók að sér skemmtilegt verkefni á dögunum er hann heimsótti krakka í St. Margaret’s Acamedy skólanum á Englandi.
Landsliðsmaðurinn mætti þar í samstarfi við PlayStation Schools’ Cup sem er grasrótarstarfsemi fyrir skóla í landinu.
Fyrrum stjörnur á borð við Ryan Giggs, Michael Owen, Phil Neville, Jose Cole og West Brown hafa allir lagt sitt af mörkum fyrir starfsemina.
Gylfi birti mynd af sér ásamt krökkum skólans sem höfðu væntanlega gaman að því að hitta miðjumanninn.
,,Ég naut þess mikið að eyða deginum með St. Margaret’s Academy og það var frábært að sýna keppninni stuðning sem þróar stjörnur framtíðarinnar,“ skrifaði Gylfi við myndina.