fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Fréttir

Uppsagnir í Leifsstöð

Ritstjórn DV
Föstudaginn 29. mars 2019 10:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt  heimildum DV hefur að minnsta kosti þremur starfsmönnum fríhafnarinnar í Leifsstöð verið sagt upp störfum í kjölfar rekstrarstöðvunar WOW. Samkvæmt upplýsingum DV eru uppsagnirnar vegna minnkandi umsvifa sem fyrirtækið sér fram á vegna þess skarðs sem fall WOW skilur eftir sig.

Markaðshlutdeild WOW air í flugi á Keflavíkurflugvelli var um 36 prósent á síðasta ári. Áður hefur komið fram að vegna tímasetningar gjaldþrots WOW muni taka einhvern tíma að fylla í skarðið sem fyrirtækið skilur eftir sig á flugvellinum.  Því verður að telja líklegt að fyrirtæki á flugvellinum – og önnur í kringum ferðaþjónustu –  grípi til uppsagna til að mæta nýjum raunveruleika.

Fyrirtækið Airport Aissciates, þjónustuaðili WOW air frá Keflavíkurflugvelli, sagði upp 237 starfsmönnum af 500 í nóvember síðast liðnum vegna rekstrarhorfa WOW. Félagið endurréði 156 starfsmenn í janúar.

Í skýrslu Reykjavík Economics um efnahagsleg áhrif WOW er gert ráð fyrir að um 2900 manns tapi vinnu vegna gjaldþrotsins. Nú þegar hafa um 1100 starfsmenn WOW misst vinnuna, 59 hjá Kynnisferðum og nú 3 til viðbótar á flugvellinum. Ef marka má spár málsmetandi manna mun heildartala atvinnumissis hækka í dag og næstu daga.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Vilhjálmur hneykslaður: Sjáðu hvað árið í fimleikum kostar í Reykjanesbæ – „Hverjir hafa efni á þessu?“

Vilhjálmur hneykslaður: Sjáðu hvað árið í fimleikum kostar í Reykjanesbæ – „Hverjir hafa efni á þessu?“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Sara vaknaði með rottu upp í rúminu í nótt – „Ég er í andlegu áfalli”

Sara vaknaði með rottu upp í rúminu í nótt – „Ég er í andlegu áfalli”
Fréttir
Í gær

Ræða endurkomu Jóns Ásgeirs sem risi á matvörumarkaðinum – „Hann teiknaði upp líkan“

Ræða endurkomu Jóns Ásgeirs sem risi á matvörumarkaðinum – „Hann teiknaði upp líkan“
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir aðgerðaleysi Ferðamálastofu vegna bílastæðavitleysunnar

Gagnrýnir aðgerðaleysi Ferðamálastofu vegna bílastæðavitleysunnar