fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Fjármálaáætlun 2020-2024: Hyggjast verja fjármunum í að stuðla að kjarasamningum

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 23. mars 2019 13:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjármálaáætlun fyrir árin 2020-2024  var kynnt í fjármála- og efnahagsráðuneytinu í dag. Samkvæmt upplýsingum af vef Stjórnarráðsins endurspeglar áætlunin sterka stöðu og festu í stjórn opinberra fjármála í hægari takti hagkerfisins.

Vonast er eftir að áætlunin vegi þungt í því verkefni ríkisstjórnarinnar að viðhalda efnahagslegum stöðugleika og hagsæld.

Gert er ráð fyrir að skattlagning á heimili og fyrirtæki lækki sem og skuldastaða ríkissjóðs. Til stendur að stofna svo kallaða Þjóðarsjóði til að mæta hugsanlegum fjárhagsáföllum.

Umtalsverðum fjármunum verður varið í að stuðla að samkomulagi um kjarasamninga á vinnumarkaði og aukið við fjárfestingar hins opinbera.

Fjögurra milljarða viðbótaraukningu verður varið til samgönguframkvæmda.

Á vef Stjórnarráðs segir :

„Launahækkanir sem orðið hafa á hagvaxtartímabilinu sem nú hefur varað samfellt frá árinu 2011 hafa skilað heimilum meiri kjarabótum en nokkru sinni fyrr. Þær hafa á hinn bóginn leitt til hækkunar launakostnaðar langt umfram það sem raunin hefur verið í helstu viðskiptalöndum Íslands og þar með skert verulega samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja.“

Einnig er vikið að því að almennar launahækkanir muni leiða til verðbólgu og aukins atvinnuleysis. Ríkisstjórnin stefnir að auknum stuðningi við byggingu húsnæðis fyrir lágtekjufólk og fyrstu kaupendur.

„Einnig felast lífskjarabætur í hækkun fæðingarorlofsgreiðslna og lengingu fæðingarorlofs sem ríkisstjórnin stefnir á að taki gildi á kjörtímabilinu.“

 

Framlög til vegaframkvæmda

Nýsköpun, rannsóknir og þekkingargreinar

Heilbrigðis-, félags-, húsnæðis- og tryggingamál eru umfangsmest í rekstri ríkisins. Af hverjum 10 krónum fara 6 til velferðarmála

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki