fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Pressan

Skýrir í fyrsta sinn frá hvað átti að gerast í Forrest Gump 2 – Hættu við myndina vegna hræðilegra atburða

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 24. mars 2019 16:00

Tom Hanks í hlutverki Forrest Gump.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Handritshöfundurinn Eric Roth hefur notið mikillar velgengni í gegnum tíðina og hefur skrifað handrit að mörgum vinsælum kvikmyndum. Þar á meðal eru A Star is Born, The Horse Whisperer og óskarsverðlaunamyndin Forrest Gump.

Það eru kannski ekki margir sem vita að til stóð að gera framhaldsmynd af Forrest Gump sem var gerð 1994. Í samtali við Yahoo Entertainment skýrði Roth frá þessu og sagðist hafa verið með handritið að myndinni tilbúið. En það var eitt stórt vandamál sem hann gat ekki sneitt hjá og varð til þess að ekkert varð af gerð myndarinnar.

„Ég skilaði handritinu daginn fyrir 11. september. Ég fundaði með Tom Hanks og Robert Zemeckis þann 11. september. Við horfðum hver á annan og sögðum: „Það þýðir ekkert að búa myndina til núna.““

Eins og flestum er kunnugt réðust hryðjuverkamenn á vegum al-Kaída hryðjuverkasamtakanna á Bandaríkin þann 11. september 2001 og urðu mörg þúsund manns að bana. Áfallið var mikið fyrir Bandaríkin og þjóðin var í sjokki.

Ein af ástæðunum fyrir að þeir félagar blésu Forrest Gump 2 af var að í henni átti að vera atriði þar sem eldra hryðjuverk kom við sögu.

„Forrest finnur sig í lífinu sem bingóstjóri og vingast við indíánakonu sem starfar á leikskóla í stjórnarbyggingu í Oklahoma City. Hann situr á bekk og bíður eftir að þau geti borðað hádegismat saman þegar byggingin fyrir aftan hann springur í loft upp. Eftir 11. september virtist fráleitt að nota þetta.“

Sagði Roth og veitti frekari innsýn í handritið. Meðal annars átti Forrest að hitta O.J. Simpson þegar hann var á flótta undan lögreglunni 1994.

„Ég hafði Forrest í aftursæti Bronco bíls O.J. Simpson. Hann átti að kíkja upp frá aftursætinu en þeir áttu ekki að sjá hann í baksýnisspeglinum því hann lagðist aftur niður.“

Forrest átti einnig að hitta Díönu prinsessu og dansa við hana og sonur hans, Forrest Junior, átti að hafa smitast af alnæmi frá móður sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Banvænt holdétandi sníkjudýr fannst í fyrsta sinn í manneskju í Bandaríkjunum

Banvænt holdétandi sníkjudýr fannst í fyrsta sinn í manneskju í Bandaríkjunum
Pressan
Í gær

Bók Virginia Giuffre kemur út eftir andlát hennar – Endaði í faðmi sem hún taldi að myndi verða vendipunktur í lífi hennar

Bók Virginia Giuffre kemur út eftir andlát hennar – Endaði í faðmi sem hún taldi að myndi verða vendipunktur í lífi hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu fjögur lík í Signu – Einn handtekinn vegna málsins

Fundu fjögur lík í Signu – Einn handtekinn vegna málsins
Pressan
Fyrir 2 dögum

Pólitísk sprengja – Leigumorðingi átti að drepa hund og svikull milljarðamæringur sem vill verða forsætisráðherra

Pólitísk sprengja – Leigumorðingi átti að drepa hund og svikull milljarðamæringur sem vill verða forsætisráðherra
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna skaltu muna að sofa með svefnherbergisdyrnar lokaðar

Þess vegna skaltu muna að sofa með svefnherbergisdyrnar lokaðar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hryllingurinn í hraðsuðukatlinum – Vildi finna að „þeir væru hluti af honum“

Hryllingurinn í hraðsuðukatlinum – Vildi finna að „þeir væru hluti af honum“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú sjálf(ur) minnkað blóðfitumagnið þitt

Svona getur þú sjálf(ur) minnkað blóðfitumagnið þitt
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Það var gríðarlegt eldhaf svo ég vissi að ég hafði ekki langan tíma“

„Það var gríðarlegt eldhaf svo ég vissi að ég hafði ekki langan tíma“