fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Hótelgesturinn sofnaði ölvunarsvefni inni á klósetti – Kona varð fyrir grjóti í Esjunni

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 19. mars 2019 05:48

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á þriðja tímanum í nótt var lögreglan kölluð að hóteli í Reykjavík en þar hafði gestur farið á klósettið en skilaði sér ekki þaðan út og svaraði ekki er kallað var á hann. Næturvörðurinn var ekki með lykil og brutu félagar mannsins sé því leið inn á klósettið. Maðurinn hafði það ágætt miðað við aðstæður, hafði einfaldlega verið svo ölvaður að hann sofnaði ölvunarsvefni.

Á sjötta tímanum í gær var tilkynnt um þjófnað úr búningsklefa í íþróttahúsi í Fossvogshverfi. Þaðan var stolið dýrum úlpum, síma, greiðslukortum og fleiru. Lögreglan hefur grun um hverjir voru að verki en málið er í rannsókn.

Um klukkan 19 varð harður árekstur á Bústaðavegi. Þar lentu tvær bifreiðar saman á gatnamótum og leikur grunur á að annar ökumaðurinn hafi ekið inn á þau á móti rauðu ljósi. Engin slys urðu á fólki en annar ökumaðurinn var fluttur á sjúkrahús vegna brjóstverks.

Á sjötta tímanum í gær kom maður inn í verslun í Kópavogi en hann var skorinn. Hann bað um aðstoð og var fluttur á slysadeild með sjúkrabifreið. Hann vildi hins vegar ekkert ræða við lögregluna eða fá aðstoð hennar.

Tveir ökumenn voru handteknir  í gærkvöldi og nótt grunaðir um að vera undir áhrifum fíkniefna.  Annar þeirra reyndist vera sviptur ökuréttindum og hinn er grunaður um að sölu/vörslu fíkniefna.

Einn ökumaður var handtekinn í gærkvöldi grunaður um að vera ölvaður.

Á áttunda tímanum í gærkvöldi hrundi grjót á konu sem var á almennri gönguleið í Esjunni. Hún marðist og skrámaðist á höndum og fótum. Björgunarsveitarfólk aðstoðaði hana niður af fjallinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum