fbpx
Þriðjudagur 14.maí 2024

Ágústa Eva segir skólakerfið úrelt og niðurbrjótandi: „Börn eiga að geta notið þess að vera í skóla“

Tómas Valgeirsson
Sunnudaginn 17. mars 2019 11:15

Ágústa Eva.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leik- og söngkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir mætti sem gestur til Loga Bergmanns í þættinum Með Loga, sem sýndur var á Sjónvarpi Símans á fimmtudaginn. Í þættinum opnar hún sig meðal annars um móðurhlutverkið, frægðina, Silvíu Nótt, skólakerfið og ekki síst slysið sem breytti lífi hennar, þegar hún klemmdist á milli hurðar á þvottastöð Löðurs og húddsins á bíl hennar.

Þetta gerðist sumarið 2015 og var Ágústa hætt komin. Hún skaddaðist varanlega á sál og líkama og stendur nú í málaferlum við Löður. Ágústa lýsir atvikinu sem „hryllingi í sinni skærustu mynd“ og var hún fullviss um að þarna væri hún að deyja. „Eftirköstin eru búin að vera svakalega mikil. Ég einhvern veginn rankaði við mér og hugsaði bara: Ókei, ég á ekki að vera hérna. Ég er á einhverjum asnalegum frímiða,“ segir Ágústa við Loga og heldur áfram um hvernig hún er búin að endurmeta lífið.

Sjá einnig: Ágústa Eva um slysið sem breytti lífinu: „Ókei, ég á ekki að vera hérna“

Segir Ágústa að þetta hafi þó ekki verið fyrsta skiptið þar sem hún hafi næstum því dáið og rifjar hún upp tímabil þegar hún var í dái í sjö klukkutíma. „Eftir hvað?“ spyr Logi og svarar hún þá: „Það var eftir að ég hoppaði úr strætó á ferð.“ Þá var Ágústa í kringum tvítugt að taka upp „action-atriði,“ sem endaði með ósköpum að hennar sögn. „Ég skall á stéttina og munaði litlu að ég hefði dáið.“

Á jákvæðari nótunum ræðir Ágústa sjónvarpsþætti sem hún lék nýverið í fyrir HBO Nordic, sömu framleiðendur og komu meðal annars að Game of Thrones og Vikings, og segir Ágústa að þetta sé fyrsta þáttaröð samsteypunnar sem er framleidd á norskri tungu. Þáttaröð þessi heit­ir Befor­eigners en um þrjú hundruð leik­kon­ur í Skandi­nav­íu fóru í pruf­ur fyr­ir hlut­verkið sem Ágústa Eva landaði. Þess má einnig geta að Jóhannes Haukur Jóhannesson fer með eitt hlutverk í þáttaröðinni.

„Við leikum á norsku og þetta er svona „sci-fi“ satíra, satíra eins og Sylvía Nótt var satíra,“ segir Ágústa sem leikur víking í þáttunum sem er í senn tímaflakkari. „Þetta er eitt af þessum hlutverkum sem er eins og það sé sniðið á mann, ég fékk að leika allan skalann í þessu hlutverki, bara svipað eins og með Silvíu Nótt.“

Fylgist ekki með fréttum og horfir ekki á sjónvarp

Ágústa lýsir Silvíu Nótt og fjaðrafokinu í kringum hana sem „stærsta dótakassa sem hún hefur komist í“ og þótti henni gaman að vekja upp umræður og viðbrögð. Þegar Logi spyr Ágústu hvort leynist einhver pólitíkus í henni er svarið neitandi. „Ég fylgist ekki með líðandi stund, nema það sé eitthvað aðkallandi,“ segir hún. „Ég horfi til dæmis ekki á fréttir, ég horfi ekki á sjónvarp og reyni sem minnst að hlusta á Útvarp Sögu, þó mér finnist karakterarnir þar helvíti góðir.“

Þá segist Ágústa vera á móti skólakerfinu sem samfélagið styðst við. „Ég er ein af þeim sem finnst þetta skólakerfi sem við erum að nota vera gjörsamlega úrelt og eiginlega bara niðurbrjótandi,“ segir hún. Þá skýtur Logi inn að hún hafi sjálf farið erlendis í nám.„Ég lærði nú ekki mikið þarna úti. Það var aðallega bara Þjóðleikhúsið sem var að flagga því að ég hafi farið á trúðanámskeið til að geta skrifað eitthvað í bæklinginn hjá sér, því það þykir vera mikils virði,“ segir hún.

Ágústa bætir við að hún hefur aldrei verið spurð hvort hún sé menntuð söngkona, þó hún sé það, og segir kröfur samfélags til menntunar vera hluta af gildislausu stigveldi. „Þetta er einhver „híerarkía“ sem ég fíla engan veginn. Fólk á að geta lært það sem það vill og börn eiga að geta notið þess að vera í skóla,“ segir hún. „Fólk sem er yfir stórum fyrirtækjum í dag er vanalega ekki menntað. Menntun er æðisleg en það að fara sínar eigin leiðir hefur aldrei verið hátt skrifað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 klukkutímum

Þorvaldur segir framboð Katrínar „siðvillu af vondri tegund“ sem sé hægt að stoppa með þessum hætti – „Það er til lausn á þessu“

Þorvaldur segir framboð Katrínar „siðvillu af vondri tegund“ sem sé hægt að stoppa með þessum hætti – „Það er til lausn á þessu“
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Daninn geðþekki á óskalista United ef Ten Hag verður rekinn

Daninn geðþekki á óskalista United ef Ten Hag verður rekinn
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

16 liða úrslit Mjólkurbikarsins rúlla af stað – Svona er dagskráin í vikunni

16 liða úrslit Mjólkurbikarsins rúlla af stað – Svona er dagskráin í vikunni
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Risabótakröfur fyrir að svipta foreldri umsjón með barni sínu

Risabótakröfur fyrir að svipta foreldri umsjón með barni sínu
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

KA dæmt til að greiða Arnari tæpar ellefu milljónir auk dráttarvaxta

KA dæmt til að greiða Arnari tæpar ellefu milljónir auk dráttarvaxta
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Lét meintan sóðaskap fara í taugarnar á sér og framdi þrefalt morð

Lét meintan sóðaskap fara í taugarnar á sér og framdi þrefalt morð
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Enn eitt stórliðið ekki með í tölvuleiknum vinsæla

Enn eitt stórliðið ekki með í tölvuleiknum vinsæla
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Sátu fyrir fangaflutningabíl í Frakklandi – Skutu þrjá fangaverði til bana og frelsuðu fíkniefnafól sem ber viðurnefnið „Flugan“

Sátu fyrir fangaflutningabíl í Frakklandi – Skutu þrjá fangaverði til bana og frelsuðu fíkniefnafól sem ber viðurnefnið „Flugan“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.