fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024

Árvík og Veiðiflugur sameina kraftana

Gunnar Bender
Fimmtudaginn 14. mars 2019 11:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn 1. mars 2019 sameinuðu Veiðiflugur og Árvík krafta sína í þjónustu við veiðimenn.Veiðiflugur munu áfram þjóna veiðimönnum frá Langholtsvegi 111, 104 Reykjavík og munu annast smásöluhlið viðskiptanna.

Árvík hefur hins vegar fært vörubirgðir sínar og viðskiptasambönd á Langholtsveginn. Heildsöludreifing til verslana og endurseljenda verður framvegis rekin þaðan. Starfsemin í heild verður rekin undir nafninu Árvík veiðivörur. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins verður Friðjón Mar Sveinbjörnsson en Árni Árnason verður stjórnarformaður.

Þessi sameining mun efla þjónustu við viðskiptavini og auðvelda aðgengi þeirra að þeim vönduðu veiðivörum sem fyrirtækið mun hafa á boðstólum. Fyrirtækið mun hafa til sölu, bæði í smásölu og heildsölu, mörg virtustu vörumerkin og vönduðustu vörurnar til stangveiði.

Vefverslun fyrirtækisins verður einnig öflug og verður vefsíða fyrirtækisins endurhönnuð í þeim tilgangi. Allar vörur fyrirtækisins verður þá unnt að skoða á: www.veidiflugur.is.

Fyrirtækið mun bjóða breitt úrval veiðivara. Af helstu vörumerkjum má nefna Scott, Loop,Guideline og Echo flugustangir; Fishpond-töskur, vesti og annan veiðibúnað; Kamasan-öngla og taumefni; vörur til fluguhnýtinga frá Griffin, Loon, Marryat, Stonfo og fleirum; fluguhjólfrá Einarsson, Hatch, Loop, Guideline, Nautilus og fleirum; vöðlur og skó frá Aquaz, Korkers og Scierra; flugulínur frá ARC, Guideline, Loop og Northern Sport; Frog Hair, Loop og Maxima-tauma og taumefni; fatnað frá Aquaz, Fishpond, Guideline, Loop, Patagonia og fleirum; Richard Wheatley og Vac rac-stangarhaldara og þannig mætti áfram upp telja. Og ekki má gleyma frábæru úrvali af vel hnýttum laxa- og silungaflugum, bæði frá innlendum sem erlendum hnýturum. Í því efni standa fáir Veiðiflugum á sporði.

Það var Hilmar Hansson sem stofnaði Veiðiflugur á árinu 2009 en Friðjón Mar tók við rekstrinum á árinu 2016. Friðjón Mar hefur staðið fyrir rekstrinum síðan þá.

„Ég vænti mikils af Friðjóni,“ sagði Árni. „Friðjón hefur sannað sig í rekstri Veiðflugna og hefur rekið fyrirtækið með eftirtektarverðum árangri.“

Árvík tók til starfa á árinu 1983 og var ein af stærri heildverslunum landsins. Byggingavörusvið Árvíkur var selt Húsasmiðjunni þegar Árvík flutti í Garðabæinn í byrjun árs 2001. Stærstur hluti efnavörusviðs Árvíkur var svo seldur N1 á árinu 2016. Veiðivörurnar voru lengst af aukabúgrein þar til hin síðust ár þegar þjónusta við veiðivörurverslanir og veiðimenn var orðin aðalstarfsemin.

„Með tilkomu viðskiptasambanda Árvíkur verður til öflugt fyrirtæki sem mun öðlast verðugan sess í hugum stangveiðimanna,“ bætti Friðjón við. „Við hlökkum til sumarsins og bjóðum veiðimenn velkomna,“ sagði Friðjón að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Hákon fékk mínútur í gríðarlega mikilvægum sigri

Hákon fékk mínútur í gríðarlega mikilvægum sigri
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

England: Frábær fyrri hálfleikur tryggði Arsenal þrjú stig í stórleiknum

England: Frábær fyrri hálfleikur tryggði Arsenal þrjú stig í stórleiknum
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Ófrjósemisaðgerðum hefur fjölgað mikið í Bandaríkjunum í kjölfar þrengri heimilda til þungunarrofs

Ófrjósemisaðgerðum hefur fjölgað mikið í Bandaríkjunum í kjölfar þrengri heimilda til þungunarrofs
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Conte kominn með nýtt verkefni – Mun gera þriggja ára samning

Conte kominn með nýtt verkefni – Mun gera þriggja ára samning
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Málefni Salarins í Kópavogi: Saka bæjarstjóra um takmarkaðan skilning og áhuga á lýðræði

Málefni Salarins í Kópavogi: Saka bæjarstjóra um takmarkaðan skilning og áhuga á lýðræði
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Ögmundur segir Kveiks-málið meira en starfsmannamál – „Gróf ærumeiðing um góða og faglega fréttakonu“

Ögmundur segir Kveiks-málið meira en starfsmannamál – „Gróf ærumeiðing um góða og faglega fréttakonu“