fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024

Fjögurra ára mótmælagjörningur í beinni

Shia LaBeouf ætlar ekki að láta Donald Trump kljúfa bandarísku þjóðina

Kristján Guðjónsson
Laugardaginn 28. janúar 2017 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Shia LaBeouf hefur undanfarin ár verið að prófa sig áfram með gjörningalistaformið og nú hefur hann hafið fjögurra ára langan mótmælagjörning gegn Donald Trump fyrir utan Hreyfimyndasafnið í New York (e. Museum of the Moving Image).

LaBeouf hefur komið upp vefmyndavél á vegg fyrir utan safnið og mun hún streyma myndbandi á netinu næstu fjögur árin. Á vegginn fyrir ofan myndavélina stendur stórum stöfum: „He will not divide us“ og eru vegfarendur hvattir til að endurtaka þessar línur í myndavélina, eða bregðast við á hvern þann hátt sem þeir telja viðeigandi. Frá því að myndavélin var sett upp 20. janúar síðastliðinn hefur LaBeouf reglulega mætt á svæðið, kyrjað orðin endurtekið og aðrir vegfarendur oftar en ekki tekið undir.

Gjörningurinn hefur hins vegar vakið nokkur viðbrögð og hafa nýnasistar gert verkið að skotspón sínum, bæði á netinu og fyrir framan sjálfa myndavélina. Þeir hafa mætt og kyrjað sín eigin slagorð og ögrað öðrum gestur. LaBeouf var sjálfur handtekinn á miðvikudag eftir að hann lenti í handalögmálum við nasista fyrir utan safnið.

Hægt er að fylgjast með gjörningnum á vefslóðinni HeWillNotDivide.Us

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Besta deildin: Víkingar svöruðu vel fyrir sig gegn KA – Danijel með tvennu

Besta deildin: Víkingar svöruðu vel fyrir sig gegn KA – Danijel með tvennu
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Orri Steinn stórkostlegur og tryggði FCK sigurinn: Kom inná og skoraði þrennu – Sjáðu öll mörkin

Orri Steinn stórkostlegur og tryggði FCK sigurinn: Kom inná og skoraði þrennu – Sjáðu öll mörkin
Pressan
Fyrir 14 klukkutímum

Varar við kínverskri leyniaðgerð

Varar við kínverskri leyniaðgerð
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Lítt þekkt ættartengsl: Sjónvarpskonan sem gustar af og foringi lögfræðinga

Lítt þekkt ættartengsl: Sjónvarpskonan sem gustar af og foringi lögfræðinga
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“