fbpx
Sunnudagur 10.ágúst 2025
Fréttir

Hlynur Már rauk út af námskeiði Vinnumálastofnunar: „Viðurstyggileg staða“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 12. mars 2019 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlyni Má Vilhjálmssyni var gróflega misboðið þegar námskeiðshaldari hjá Vinnumálastofnun lýsti yfir reiði yfir framkomu hælisleitenda á mótmælunum í gær.

„Ég rauk rétt í þessu út af námskeiði hjá Vinnumálastofnun vegna þess að námskeiðshaldarinn byrjaði að tala um hversu reið hún hafi verið í gærkvöldi yfir því að hælisleitandi hafi ekki staðið rólegur og spilað á trommur í einhverjum kósý mótmælum niðri í bæ heldur æpt á lögreglu sem henti honum í jörðina af engri sérstakri ástæðu og miðað svo piparúða á hann.“

Hlynur tilkynnti hópnum jafnframt að hann hyggðist kvarta yfir athæfinu til Vinnumálastofnunnar. Hlynur segist tengja við baráttu hælisleitenda því hann sjálfur sé í mannréttindabaráttu gegn kerfinu.

„Sú staða að vera í að þurfa að biðja þann sem kvelur þig eða hefur kvalið þig um hjálp þegar engin önnur leið er í boði er viðurstyggileg staða.“

Í samtali við blaðamann sagði Hlynur að námskeiðið fjallaði um styrkleika. Námskeiðshaldari hefði tekið víðsýni sem dæmi um styrkleika og sett það í samhengi við mótmæli hælisleitenda.

„Setti það í samhengi við að hún hafi orðið reið þegar hún hafi séð hælisleitanda í kvöldfréttum í gær hrópa að lögreglu og vera með læti á svipuðu augnabliki og lögregla hendi honum í jörðina og miðaði piparúða á hann. Námskeiðshaldarinn sagði að hælisleitandinn hefði betur mátt vera þakklátur fyrir að vera kominn til Íslands, fjölmargir væru ekki í þeirri stöðu að geta komist hingað og fengið hjálp.“

Þetta reitti Hlyn til reiði. Hann sagði blaðamanni að hann hafi verið í samskiptum við Rauða Krossinn á Íslandi varðandi stöðu hælisleitenda sem dvelja á Ásbrú og hefur honum verið tjáð að staða hælisleitendanna sé slæm og aðstæður þeirrar slæmar.

Verkefnastjóri Rauða krossins tjáði mér að aðstaðan væri ekki boðleg dýri hvað þá manni.[…] Með þessar miklu upplýsingar finnst mér óboðlegt að sitja undir því að véfengdur sé að einhverju leyti réttur hælisleitendanna til að mótmæla. Ég tengi það við mína eigin baráttu við barnaverndarkerfið þar sem ekki er hlustað á mig og engin ábyrgð tekin þrátt fyrir að barnavernd hafi kvalið mig með vinnubrögðum sínum þegar ég var barn og unglingur.

Barátta hælisleitenda minnir Hlyn um margt á hans eigin baráttu við kerfið. Kerfi þar sem ekki er hlustað, engin tekur ábyrgð og kerfi sem veldur þeim sem eftir aðstoð þess leita kvölum.

Þess vegna lít ég á ofbeldi gegn hælisleitendum sem ofbeldi gagnvart mér því að ég upplifi nákvæmlega sama skort á mannúð í íslenska fósturkerfinu eins og er nú gagnvart hælisleitendum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur segir að þessi aðgerð geti lækkað vexti á Íslandi hratt – Hafa stjórnvöld kjarkinn?

Vilhjálmur segir að þessi aðgerð geti lækkað vexti á Íslandi hratt – Hafa stjórnvöld kjarkinn?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenskir neytendur óskuðu eftir endurgreiðslu vegna flugs – Áttuðu sig síðan á þessum mistökum

Íslenskir neytendur óskuðu eftir endurgreiðslu vegna flugs – Áttuðu sig síðan á þessum mistökum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir samráðsleysi við íbúa Ölfuss algjört – „Þögn er sama og samþykki“

Segir samráðsleysi við íbúa Ölfuss algjört – „Þögn er sama og samþykki“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“