fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025

Rangt lík í kistulagningu

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 16. mars 2019 17:00

Fossvogskapella Líkum var víxlað fyrir slysni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haustið 1997 urðu vandræðaleg mistök hjá Útfararstofu kirkjugarðanna þegar lík víxluðust fyrir athöfn. Voru þetta mistök sem koma örsjaldan fyrir að sögn útfararstjóra.

Mistökin áttu sér stað um miðjan októbermánuð árið 1997 í Fossvogskapellu. Uppgötvuðust þau í kistulagningu, það er að rangt lík var í kistunni. DV greindi frá málinu þann 20. október en Ísleifur Jónsson útfararstjóri vildi ekki ræða þetta tiltekna mál. DV hafði heimildir fyrir því að líklegasta skýringin væri sú að kistur hinna látnu hafi verið merktar sömu upphafsstöfum. Nöfnin voru hins vegar ekki þau sömu.

Ekki rukkað

Ísleifur sagði hins vegar að jafn alvarleg mistök sem þessi væru mjög sjaldgæf og gerðust aðeins á margra ára fresti. Einnig sagði hann að hafa bæri í huga að Útfararstofa kirkjugarðanna sæi um allt að eitt þúsund athafnir á ári hverju og heilmikið ferli lægi að baki hverri athöfn.

En hver voru viðbrögðin í svona tilfellum? Ísleifur sagði að hið fyrsta væri að halda fund með öllum þeim sem tengdust útförinni. Þar væri komist til botns í því hvernig mistökin hefðu gerst og unnið að því að koma í veg fyrir að þau endurtækju sig.

Einnig væri fundað með aðstandendum hins látna og allar rukkanir felldar niður. Fara væri varlega því að málið væri að sjálfsögðu viðkvæmt.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Tók sér margra vikna frí eftir fegrunaraðgerð og stærði sig af kynlífi sínu – „Við stunduðum kynlíf í sundlaug í margar klukkustundir“

Tók sér margra vikna frí eftir fegrunaraðgerð og stærði sig af kynlífi sínu – „Við stunduðum kynlíf í sundlaug í margar klukkustundir“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Manchester United mögulega úr kapphlaupinu í sumar nema þetta gerist

Manchester United mögulega úr kapphlaupinu í sumar nema þetta gerist
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þetta hefur ofurtölvan að segja um möguleika Arsenal eftir höggið í gær

Þetta hefur ofurtölvan að segja um möguleika Arsenal eftir höggið í gær
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Segir frá því hver er sá frægasti til að senda henni skilaboð og hvað hann vildi

Segir frá því hver er sá frægasti til að senda henni skilaboð og hvað hann vildi
Fókus
Fyrir 16 klukkutímum

Hann tók þátt í að ræna Kim Kardashian og skrifaði svo bók um það – Nú sér hann eftir öllu

Hann tók þátt í að ræna Kim Kardashian og skrifaði svo bók um það – Nú sér hann eftir öllu
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Diljá Mist skýtur á Flokk fólksins og segir lítið heyrast frá honum í þessu máli

Diljá Mist skýtur á Flokk fólksins og segir lítið heyrast frá honum í þessu máli