fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fréttir

Aðeins forríkir ferðamenn velkomnir

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 16. janúar 2017 10:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lýðveldið Palau í Vestur-Kyrrahafi er klasi lítilla eyja sem ekki eru beint á allra vörum frá degi til dags. Eyjarnar eru þó margrómaðar fyrir stórbrotna náttúru og mikla veðursæld.

Á undanförnum árum hefur ágangur ferðamanna aukist frá ári til árs og til að stemma stigu við auknum átroðningi ferðamanna hyggst forsetinn, Tommy Remengesau, grípa til þess ráðs að breyta lögum á þann veg að aðeins yrði heimiluð bygging fimm stjörnu lúxushótela á eyjunum.

Breska blaðið Telegraph greinir frá þessu en yrðu þessi nýju lög að veruleika þyrftu hóteleigendur að uppfylla allskonar skilyrði til hótelreksturs. Yfirvöld telja að þetta myndi gera það að verkum að fjöldi ferðamanna myndi minnka en að sama skapi myndu tekjurnar standa í stað, eða því sem næst, auk þeirra jákvæðu áhrifa sem minni fjöldi fólks myndi hafa á náttúruna.

Palau samanstendur af um 250 eyjum og segir Tommy að þessi aukna ásókn erlendra ferðamanna stefni eyjunum í ákveðna hættu. Á undanförnum árum hefur til dæmis fjöldi kínverskra ferðamanna margfaldast en margar ferðaskrifstofur í Kína hafa boðið upp á ódýrar pakkaferðir til Palau.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sauð upp úr hjá Dóru Björt og Ragnhildi Öldu – „Það er fáránlegt hvernig þú lætur. Þetta er alveg svakalegt með þig“

Sauð upp úr hjá Dóru Björt og Ragnhildi Öldu – „Það er fáránlegt hvernig þú lætur. Þetta er alveg svakalegt með þig“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hera úr leik

Hera úr leik
Fréttir
Í gær

Guðrún Karls Helgudóttir er nýr biskup Íslands

Guðrún Karls Helgudóttir er nýr biskup Íslands
Fréttir
Í gær

Borgin segir staðreyndavillur hafa verið í umfjöllun Kastljóss um lóðasamningana við olíufélögin

Borgin segir staðreyndavillur hafa verið í umfjöllun Kastljóss um lóðasamningana við olíufélögin
Fréttir
Í gær

Dóttirin heyrði í skrímslum í herberginu sínu – Það reyndist ekki fjarri lagi

Dóttirin heyrði í skrímslum í herberginu sínu – Það reyndist ekki fjarri lagi
Fréttir
Í gær

Sakar Katrínu um að svíkja börnin á Gaza – „Hennar skömm er sérstaklega mikil þar sem hún vissi betur“

Sakar Katrínu um að svíkja börnin á Gaza – „Hennar skömm er sérstaklega mikil þar sem hún vissi betur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sauð upp úr á bílastæði við Bónus

Sauð upp úr á bílastæði við Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tómas segir mörgum spurningum ósvarað um lát sonar hans á Litla-Hrauni – „Ég skora á Pál Winkel að hafa samband við mig“

Tómas segir mörgum spurningum ósvarað um lát sonar hans á Litla-Hrauni – „Ég skora á Pál Winkel að hafa samband við mig“