fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Fréttir

Hundaníðingur veldur áfram skelfingu í Langholtshverfi: Sparkar í höfuð hunda og lýsir hundahatri á samfélagsmiðlum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 11. mars 2019 18:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sautján ára gamall unglingur í Langholtshverfi er grunaður um að hafa í að minnsta kosti þremur tilvikum ógnað fólki með hunda og í tveimur þeirra sparkað í höfuð hundanna. Í uppfærslu á Instagram síðu sinni lýsir ungi maðurinn miklu hatri sínu á hundum með því að birta slagorð um hundahatur á ensku. Í þeim texta segir: „Ég hata hunda. Hefur þú einhvern tíma sparkað í hund? Já, og fyrst þegar ég gerði það var þegar eitt af þessum skítugu kvikindum reyndi að bíta mig og 2 yngri börn þegar ég var 11 ára.“

Við sögðum frá því í frétt þann 15. febrúar að Sigurbjörg Jónsdóttir varð fyrir því að ungur maður sparkaði í höfuð hundsins hennar. Konan lýsti atvikinu svo í íbúahópi Langholtshverfis á Facebook:

„Kæru grannar. Ég upplifði hræðilegan atburð í kvöld á göngu með hundinn minn við Langholtskirkju. Mætti dreng, frekar hávöxnum og bústnum dökkhærðum dreng í hettupeysu ca. 17-20 ára. Hann stoppar rétt hjá mér og sér að hundurinn hefur áhuga á að tala við sig. Þykist ætla að spjalla við hann og ég leyfi hundinum aðeins nær að þefa EN þá dúndrar hann í hausinn á hundinum. Já, hann sparkaði í hann án þess að hundurinn hafi náð að koma við hann, labbar hlæjandi í burtu og gefur tvo fingur á eftir sér án þess að snúa sér við. Látið berast um hverfið og ekki leyfa fólki að klappa hundinum ykkar. Hefur einhver upplifað eitthvað svipað hér í hverfinu?“

Sigurbjörg greindi DV jafnframt frá því að annar íbúi í hverfinu hefði flúið með hund sinn undan manninum þetta sama kvöld. Í dag sagði Sigurbjörg í samtali við DV að hún hefði kært málið til lögreglu á sínum tíma en lögregla sagt að hún gæti ekkert aðhafst þar sem engir áverkar væru á hundinum. Hundurinn slapp vel frá árásinni þrátt fyrir hrottaskapinn.

Um helgina var síðan deilt nýrri frásögn af framferði hundaníðingsins:

„Kæru nágrannar, ég hitti konu í dag sem var með hundinn sinn í göngutúr. Ég fór að segja henni frá þessum óhuggulega atburði sem Sigurbjörg deildi með okkur hér á síðunni þegar að ungur maður sparkaði af öllu afli í hausinn á hundinum hennar. Þessi kona sem ég hitti í morgun hafði ekki heyrt af þessu atviki og varð mjög brugðið því fyrir stuttu var hún á gangi með hundinn sinn við Ljósheimabrekkuna, þá kemur ungur maður allt í einu og sparkar í tíkina hennar. Hún lýsti honum alveg eins útlitslega. Mig langar bara vita hvort fleiri hafa lent í þessum manni með sína hunda og hvort það sé búið að hafa upp honum.“

Móðirin telur að hann sé hættur

Sem fyrr segir er hinn grunaði hundaníðingur 17 ára gamall. Samkvæmt Instgram-síðu hans lyftir hann lóðum af miklum krafti og getur lyft 110 kg í bekkpressu. Hann er hávaxinn og vöðvastæltur og meðal annars vegna líkamsburðanna stendur íbúum ógn af honum.

DV hafði samband við móður piltsins. Hún vildi lítið láta hafa eftir sér annað en það að hún teldi að þetta myndi ekki endurtaka sig. Segist hún hafa gert sitt til að leysa málið en neitaði að ræða það frekar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli
Fréttir
Í gær

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum
Fréttir
Í gær

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði
Fréttir
Í gær

Bandaríkin sendu Úkraínu nýtt vopn með mikilli leynd

Bandaríkin sendu Úkraínu nýtt vopn með mikilli leynd