fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Fókus

Eurovision-landslagið gjörbreytt eftir gærkvöldið

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Sunnudaginn 10. mars 2019 10:48

John sigraði í Melodifestivalen.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var stór dagur í Eurovision-heimi í gær. Margir höfðu beðið í ofvæni eftir að Rússinn Sergey Lazarev frumflytti lagið sitt, en þangað til í gær hafði hann trónað á toppi listans á Eurovision World, sem tekur saman sigurlíkur laganna í Eurovision úr ýmsum veðbönkum.

Sergey frumflutti lagið í gær. Það heitir Scream og er best lýst sem afar dramatískri kraftballöðu. Skiptar skoðanir eru um lagið. Mörgum finnst það dásamlegt á meðan öðrum finnst það vonbrigði. Talsvert lakara en lagið sem skilaði honum þriðja sæti fyrir þremur árum í Stokkhólmi, You’ Are The Only One. Velta einhverjir því fyrir sér hvort Sergey muni feta í fótspor samlanda síns, Dima Bilan, sem lenti í öðru sæti árið 2006 með smellinn Never Let You Go en fór með sigur af hólmi árið 2008 með talsvert lakara framlag, Believe.

Það virðist þó vera einróma álit að lagið sé ekki eins sterkt og væntingar stóðu til og hrundi lagið niður í veðbönkum. Þegar þetta er skrifað situr það í öðru sæti listans á Eurovision World og er á niðurleið.

Hástökkvari vikunnar er Sviss

Hinn hollenski Duncan Laurence með lagið Arcade hefur stolið toppsætinu af Rússanum, en aðdáendur keppninnar eru himinlifandi með framlag Hollands í ár. 18 prósent líkur er að Eurovision 2020 verði haldið í Hollandi.

Sænska Söngvakeppnin, Melodifestivalen, eða Mello eins og harðir Eurovision-aðdéndur kalla keppnina, fór fram í gærkvöldi. Mikið var um dýrðir eins og venja er í sænsku keppninni og spennan gríðarleg. Að lokum bar John Lundvik sigur úr býtum með lagið Too Late For Love. Eftir að Svíar völdu sér fulltrúa eru þeir í þriðja sæti á fyrrnefndum lista Eurovision World, eins og þeir voru fyrir kvöldið í gær.

Gaman er að segja frá því að John þessi Lundvik er höfundur framlags Breta í ár, lagsins Bigger Than Us sem flutt er af Michael Rice. Finnst einhverjum þessi tvö lög ansi lík.

Hástökkvari gærdagsins er hins vegar Svisslendingurinn Luca Hänni sem fór úr sjötta sæti í það fjórða. Ísland situr enn sem fastast í sjöunda sæti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife