fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Ótrúlega óheppin kona fór til Íslands: – Breytti lífi hennar – „Þetta átti bara eftir að versna“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 8. mars 2019 14:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Á dögunum hélt Blue Car Rental samkeppnina #FeelingBlue þar sem mjög seinheppnu fólki bauðst að senda inn myndband með raunarsögu sinni. Sá þátttakandi sem var búinn að vera hvað óheppnastur síðustu misseri var valinn sigurvegari og kom til Íslands í eina heljarinnar skemmtiferð. Auðvitað var allt til gamans gert og þátttakendur eindregið hvattir til að sýna spaugilegu hliðina á vandræðum sínum.“

Bílaleigunni bárust fjölmörg myndskeið þar sem fólk sagði sögu sína á gamansaman hátt. Sigurvegiarinn var Liz Connor frá Bandaríkjunum. Hún var á endanum valin heppnasti óheppnasti þátttakandinn fyrir myndband sem samstarfsfélagar hennar hjálpuðu henni að búa til.

Liz, sem er grunnskólakennari sem hafði ekki átt sjö dagana sæla. Hrakfallasaga hennar ætlaði engan endi að taka. Hún hafði runnið í sömu bleytunni í skólanum þrisvar og slasað sig í hvert skipti. Hún ristarbrotnaði og rófubeinsbrotnaði. Liz segir:

„Þetta átti bara eftir að versna. Ég fór í ferð með skemmtiferðaskipi og þar missti ég tönn.“

Liz var þrumu lostin og yfir sig ánægð þegar hún frétti að hún væri að koma til Íslands í skemmtiferð í boði Blue bílaleigunnar. Hún og sonur hennar komu skömmu fyrir jól og fengu vægast sagt konunglegar móttökur. Þau fóru víða um land, sáu helstu náttúruperlurnar og skelltu sér í nokkrar ferðir, meðal annars á hestbak, á fjórhjól og RIB-bát í Reykjavíkuhöfn.

Ferðin gekk frábærlega í alla staði og Liz lítur ekki lengur á sjálfa sig sem óheppna konu. Í myndskeiðinu segir Liz um upplifun sína um komuna til Íslands:

„Mér leið eins og ég væri fræg. Ég fékk bíl og íbúð og skoðaði landið.“

Hér fyrir neðan má sjá skemmtilegt myndskeið frá ferðalagi þessara óheppnu konu á Íslandi:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Í gær

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Í gær

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“
Fréttir
Í gær

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd