fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Kynning

Sumarbúðir KFUM og KFUK – Vatnaskógur

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Þriðjudaginn 5. mars 2019 12:26

Sjáumst í Vatnaskógi!

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KFUM og KFUK starfrækja fimm sumarbúðir, Vatnaskóg, Vindáshlíð í Kjósinni, Ölver við Hafnarfjall, Hólavatn í Eyjafirði og Kaldársel fyrir ofan Hafnarfjörð.

Vatnaskógur

Hver þekkir ekki Vatnaskóg og ævintýrin sem þar eiga sér stað ár hvert? Vatnaskógur við Eyrarvatn í Svínadal í Hvalfjarðarsveit er heillandi staður þar sem vatnið, bátarnir, skógurinn og fjöllin í kring veita ævintýraþyrstum óteljandi möguleika til leikja og útiveru.

Á svæðinu er einnig frábær aðstaða til íþróttaiðkunar. Þar er íþróttahús, heitir pottar, fjórir grasvellir og frjálsíþróttasvæði. Á svæðinu er að finna fjöldann allan af skemmtilegum leiktækjum og meðal annars sérhannaða kassabíla.

Árabátar, hjólabátar, hoppukastalar, sandströnd, víðavangshlaup, vatnafjör, kofagerð, íþróttir og margt fleira í boði fyrir ævintýraþyrsta krakka á öllum aldri!

Öll kvöld enda á skemmtilegri kvöldvöku þar sem brugðið er á leik og sungið við raust. Auk þess er kafli úr Guðsorði hugleiddur kvölds og morgna. Veran í Vatnaskógi nærir jafnt líkama og sál og koma allir þaðan endurnærðir.

Undirbúningur starfsmanna mikill

Félagið KFUM og KFUK gerir miklar kröfur til starfsmanna sinna og eru þeir bæði hæfir og vel undirbúnir fyrir starf sitt. Starfsfólki er tryggður fjölbreyttur undirbúningur með námskeiðum þar sem lögð er áhersla á fræðslu um þroska barna og unglinga, skyndihjálp og brunavarnir. Starfað er eftir siðareglum Æskulýðsvettvangsins og hefur KFUM og KFUM í áraraðir gert þær kröfur til starfsmanna sinna að skila inn sakavottorði.

Allir dvalargestir gista í Birkiskála en þar er öll aðstaða fyrsta flokks.

Skráning hefst í dag, 5. mars 2019 kl. 13.00 og fer fram á kfum.is

Það er um að gera að skrá sig sem fyrst í einhvern af þeim skemmtilegu flokkum sem Vatnaskógur býður upp á! Í hvern flokk komast mest 95 þátttakendur:

GAURAFLOKKUR                        8.–12. JÚNÍ           10–12 ára
FLOKKUR                                       13–17. JÚNÍ          9–11 ára
FLOKKUR                                       18.–23. JÚNÍ         10–12 ára
ÆVINTÝRAFLOKKUR                24.–29. JÚNÍ         12–14 ára
FLOKKUR                                       1.–5. JÚLÍ               9–11 ára
FLOKKUR                                       8.–12. JÚLÍ            10–12 ára
ÆVINTÝRAFLOKKUR                13.–18. JÚLÍ         12–14 ára
FLOKKUR – ÖLL BÖRN             19.–24. JÚLÍ          11–13 ára
FLOKKUR                                       25.–30. JÚLÍ         10–12 ára
FLOKKUR                                       6.–9. ÁGÚST         9–12 ára
UNGLINGAFLOKKUR                12.–18. ÁGÚST     14–17 ára
FJÖLSKYLDUFLOKKUR           23.–25. ÁGÚST
FEÐGAFLOKKUR                         30. ÁGÚST–1. SEPT. 6–99 ára
KARLAFLOKKUR                         6.–8. SEPT.            18–99 ára

 

Fjölskylduflokkur
29.–31. mars
Fyrir alla fjölskylduna.

Feðginaflokkur
26.–28. apríl
Fyrir feður og dætur 6 ára og eldri.

Mæðraflokkur – mæður og börn (Nýtt)
10.–12. maí
Fyrir mæður og börn

Gauraflokkur
8.–12. júní Fyrir 10-12 ára drengi með ADHD og skyldar raskanir.

Feðgaflokkar
Tveir feðgaflokkar verða í boði í ár 9.–11. ágúst
30. ágúst–1. september.
Fyrir feður og syni 6 ára og eldri.

Fjölskylduflokkur (Nýtt)
23.–25. ágúst
Fyrir alla fjölskylduna

Unglingaflokkur
12.–18. ágúst
Fyrir 14–17 ára drengi og stúlkur.

Sjáumst í Vatnaskógi!

Skráðu þig eða barn þitt á vef félagsins kfum.is
Sími: 588-8899
Félagið KFUM og KFUK er staðsett að Holtavegi 28.
Tölvupóstur: skraning@kfum.is
(Ath! Skráning með tölvupósti er afgreidd í lok hvers dags.)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
23.10.2024

Deilum jólagleðinni með BAUHAUS

Deilum jólagleðinni með BAUHAUS
Kynning
09.10.2024

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV
Kynning
12.06.2024

Stjarnan og Hekla skína í Garðabæ

Stjarnan og Hekla skína í Garðabæ
Kynning
08.06.2024

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu
Kynning
19.02.2024

Nú er hægt að greiða fyrir bílastæði með Verna appinu án aukagjalda

Nú er hægt að greiða fyrir bílastæði með Verna appinu án aukagjalda
Kynning
14.02.2024

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri