fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024

Dótla fékk vinabeiðni frá Momo: „Nú er búið að koma hugmyndinni af stað fyrir illa innrætt fólk“

Aníta Estíva Harðardóttir
Mánudaginn 4. mars 2019 14:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur líklega ekki farið fram hjá einu einasta foreldri hér á landi og víðar að nýlega hefur verið varað við myndbandi og myndum af „dúkku“ sem kallast Momo. Talið hefur verið að myndband af dúkkunni hafi verið að birtast í myndböndum á YouTube með þeim skilaboðum að hvetja börn til þess að skaða sig. Deilt hefur verið um sannleiksgildi myndbandanna en eitt er alveg á hreinu. Dúkkan er ófrýnileg að sjá og ekki skrítið að bæði börn og fullorðnir verði hvekktir þegar hún birtist á skjánum.

Síðan áður en henni var eytt

Dótla Elín fékk í dag vinabeiðni á Instagram-reikningi sínum frá manneskju sem kallaði sig creapy_momo. Við nánari skoðun kom í ljós að líklega var um íslenskan reikning að ræða en hafði manneskjan skrifað í athugasemdum „TAKK“ við skilaboðum þess efnum að hún væri falleg.

Virðist sem um grín sé að ræða en þrátt fyrir það líst Dótlu ekki á blikuna og vill vekja fólk til umhugsunar.

„Það virðist vera búið að eyða síðunni af Instagram eða það að aðilinn sem heldur henni úti er búinn að block-a mig. Hvort sem er þá er nóg af þessum síðum að finna þarna inni. Mér finnst þetta ekki einu sinni fyndið. Að einhver skuli stofna svona síðu til þess að hræða aðra eða gera grín að,“ segir Dótla í samtali við DV.

Í kjölfar vinabeiðninnar setti Dótla inn færslu þess efnis að vara fólk við aðilanum.

„Hvort sem það er satt eða ekki að þessi „dúkka“ hafi verið að birtast í video-um á netinu eða hvetja krakka til þess að skaða sig og aðra, þá hafði sex ára sonur minn séð hana á Youtube. Nú er búið að koma hugmyndinni af stað fyrir illa innrætt fólk/krakka. Það er að segja ef hún var ekki þar fyrir, það er alvarlegt mál!“

Segir Dótla einnig í samtali við DV að áætla megi að aðilinn sem stofnaði síðuna sé barn þar sem um mjög augljósa stafsetningavillu sé að ræða í nafni reikningsins.

Sama hver tilgangur síðunnar hefur verið virðist henni nú hafa verið lokað en blaðakona fór á síðuna fyrr í dag og var hún þá opin fyrir almenning. Nú hefur henni verið lokað og ekki hægt að komast inn á hana. Í leit á Instagram má þó sjá marga svipaða reikninga en ekki er vitað hvort einhver þeirra hafi verið stofnað af Íslendingi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

England: Manchester City í engum vandræðum

England: Manchester City í engum vandræðum
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Lítt þekkt ættartengsl: Sjónvarpskonan sem gustar af og foringi lögfræðinga

Lítt þekkt ættartengsl: Sjónvarpskonan sem gustar af og foringi lögfræðinga
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Hákon fékk mínútur í gríðarlega mikilvægum sigri

Hákon fékk mínútur í gríðarlega mikilvægum sigri
Eyjan
Fyrir 7 klukkutímum

Orðið á götunni: Halla Hrund flýgur á toppinn – skjálftavirkni eykst

Orðið á götunni: Halla Hrund flýgur á toppinn – skjálftavirkni eykst
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Ófrjósemisaðgerðum hefur fjölgað mikið í Bandaríkjunum í kjölfar þrengri heimilda til þungunarrofs

Ófrjósemisaðgerðum hefur fjölgað mikið í Bandaríkjunum í kjölfar þrengri heimilda til þungunarrofs
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Telur að rifrildið umtalaða í gær tali sínu máli – ,,Sannfærður um að hann sé á förum“

Telur að rifrildið umtalaða í gær tali sínu máli – ,,Sannfærður um að hann sé á förum“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Málefni Salarins í Kópavogi: Saka bæjarstjóra um takmarkaðan skilning og áhuga á lýðræði

Málefni Salarins í Kópavogi: Saka bæjarstjóra um takmarkaðan skilning og áhuga á lýðræði