fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Segir ábyrgð Samtaka atvinnulífsins mikla

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 3. mars 2019 12:59

Þorsteinn Pálsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er ákveðin hætta á ferðum. Menn tala um nýja verkalýðsforystu en mér finnst þetta vera svolítið gamaldags, eins og við séum að fara inn í gamla tíma,“ segir Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, fjármálaráðherra og framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambandsins, um stöðuna í kjaraviðræðum. Þorsteinn var í viðtali í Silfrinu og sagði enn fremur:

„Menn mega ekki skella allri skuldinni á verkalýðsforystuna. Hún er að bregðast við aðstæðum í samfélaginu. Ekki er hægt að horfa framhjá því að Samtök atvinnulífsins bera hér mikla ábyrgð með þeirri stefnubreytingu að hverfa frá þeirri kröfu til ríkisstjórnarinnar að semja um stöðuga mynt.“ Þorsteinn vísaði til kjarasamninga árið 2013 þar sem þessi krafa var sett á oddinn.

„Þjóðarsáttin árið 1990 gekk ekki út á vinsælar aðgerðir. Þar var meðal annars krafa um að afnema nýumsamdar launahækkarnir háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna til að tryggja stöðugt gengi en það var lykilatriði sem gengið var út frá í þjóðarsáttinni. Þetta var líka grundvallaratriði í samningum 2013 en af einhverjum ástæðum virðist hafa verið hlaupið frá því núna.“

Þorsteinn sagði að launajöfnuður væri meiri hér en víðast annars staðar en hins vegar hefði eignaójöfnuður aukist. Þá væri það svo að launafólk byggi við krónuhagkerfi á meðan útflutningsgreinar nytu erlendrar myntar og kaupmenn gætu velt kostnaðarhækkunum út í verðlagið. Þá væri röng stefna að fjölga hér láglaunastörfum í ferðaþjónustunni, sem oftar en ekki væru unnin af útlendingum, en fjölga hálaunastörfum Íslendinga erlendis.

Þorsteinn sagði einnig að ekkert fyrirtæki gæti þolað verkfall í mánuð og hafið svo starfsemi að nýju eins og ekkert hefði í skorist. Þeir tímar þegar slíkt var mögulegt væru liðnir. Því myndi verkalýðsforystan fá sínu framgengt með því að beita verkföllum en óvíst væri hver endanleg niðurstaða yrði varðandi kaupmátt vegna verðlags og vaxta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki