fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Unnið úr farsímagögnum mannanna

Mennirnir vistaðir á lögreglustöðinni við Hverfisgötu

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 20. janúar 2017 08:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan er komin með farsíma mannanna tveggja sem voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í gær í tengslum við hvarfið á Birnu Brjánsdóttur. Vinna er hafin við að bera saman gögn úr símum mannanna.

Þetta sagði Einar Guðberg Jónsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við RÚV í morgun. Í frétt RÚV kemur fram að mennirnir séu vistaðir á lögreglustöðinni við Hverfisgötu, en ekki á Litla-Hrauni, þar sem lögregla telur sig þurfa greiðan aðgang að þeim.

Fréttablaðið greindi frá því í dag að mennirnir hafi verið úrskurðaðir í varðhald á grundvelli 211. greinar almennra hegningarlaga, en sú grein fjallar um manndráp.

Sem fyrr segir er vinna hafin við það að bera saman farsímagögnum með það að marki að komast að því hvort símar mannanna hafi verið á sömu stöðum og sama tíma og sími Birnu, en ekkert hefur spurst til hennar í tæpa viku.

„Það er verið að vinna í því og var verið að vinna í því í allan gærdag og gærkvöld og við væntum einhverrar niðurstöðu úr þeirri vinnu í dag,“ segir Einar við RÚV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum
Enn einn Snapchat-perrinn
Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum