fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Matur

Bjórinn er 30 ára: 135 þúsund lítrar seldir fyrsta daginn – Þekkir þú fyrstu sullarana?

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 1. mars 2019 09:05

Það var stuð 1. mars árið 1989.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haldið er upp á það um landið vítt og breitt í dag að bjórinn er þrjátíu ára á Íslandi, eða réttara sagt að þrjátíu ár eru síðan bjórbanninu var aflétt. Þá hafði það varað í 76 ár.

Eins og gefur að skilja var þessi aflétting bjórbannsins stórviðburður á Íslandi, svo stór í raun að erlendir fjölmiðlamenn flykktust hingað til að fjalla um málið. Íslendingar höfðu svo sem reddað sér með hinu margfræga bjórlíki, en samkvæmt Wikipedia var það búið til með því að blanda kláravíni, vodka og viskýi í léttöl. Bjórlíkið var um 5% að styrkleika og minnti á bjór, en var bannað árið 1985 vegna kvartana yfir þeirri kráarmenningu sem hafði skapast í kringum bjórlíkið, sóðaskaps og illrar umgengni við krárnar. Þeir sem yngri eru muna þá helst eftir þessum brandara úr Áramótaskaupinu þegar að bjórlíki ber á góma:

Í svefnpokum fyrir utan ÁTVR

En aftur að bjórbanninu og afmæli bjórsins. Þann 1. mars árið 1989 var mikil spenna í loftinu. Svo mikil að þyrstir Íslendingar sváfu sumir hverjir fyrir utan verslanir ÁTVR. Verslunum ÁTVR var fjölgað í tilefni dagsins og talsvert annríki í verslununum framan af degi. Þennan dag seldust um 135 þúsund lítrar af bjór, eða um 340 þúsund dósir. Dósin af Egils Gull kostaði þá 100 krónur sem er að núvirði 410 krónur. Það þætti okkur dýrt í dag þar sem samskonar dós kostar 289 krónur í vínbúðum í dag.

„Þetta er frekar dýrt en mér líst vel á bjórinn,“ sagði einn bjórkaupandi í viðtali við DV þann 1. mars árið 1989. Gunnar Sigurfinnsson og Una Sveinsdóttir voru einnig meðal fyrstu kaupenda og keyptu sér sitt lítið af hverju.

„Það er eiginlega verst að maður fær bjórinn ekki keyrðan heim lengur en annars er þetta alveg stórfínt. Við ákváðum að mæta við opnun og kaupa eina kippu af öllum tegundum. Við ætlum síðan að smakka á bjórnum framan við sjónvarpið í kvöld. Við fáum okkur ekkert fyrr. Við aðskiljum alveg bjór og vinnu og bjór og bíl,” sögðu þau. Tekið var fram í greininni að flestir gerðu eins og Gunnar og Una; keyptu sitt lítið af hverju, en algengast var að fólk keypti kassa af bjór, eða 24 dósir, í einu þennan dag.

„Meiri músík, meira öl“

Hiti færðist síðan í leikana þegar að dró á kvöldið og birti DV umfjöllun þann 2. mars undir yfirskriftinni: „Ölið rann í stríðum straumum fram á nótt.“

„Meira, meira, meira…“ æpti mannskapurinn á Gauki á Stöng rétt fyrir klukkan eitt í nótt. Meiri músík, meira öl. Þar hafði verið stanslaust stuð á mannskapnum frá því fyrr um kvöldið og undir lok virtist ekkert lát á fjörinu. Ölið rann í stríðum straumum – úr krönum krárinnar og niður um kok gestanna. Ekki bar á öðru en að þessi fyrrum forboðni og umdeildi drykkur legðist vel í fólk,“ stóð í greininni og tekið fram að skemmtanahöld hefðu farið almennt vel fram.

150% aukning á bjórsölu

Eitt af því sem margir óttuðust var að ölvunarakstur yrði mikill þetta kvöld og nótt og því var aukið eftirlit með ölvuðum ökumönnum aðfaranótt 2. mars. Líkt og á skemmtistöðum fór allt tiltölulega vel fram. Þá var það einnig áhyggjuefni hjá mörgum að bjórdrykkja myndi aukast til muna, sem hún hefur gert. ÁRið 1989 seldust tæplega sjö milljónir lítra af bjór en í fyrra voru þeir rúmlega sautján milljónir. Það er hækkun upp á 150 prósent.

Því var farið í markvissar forvarnaraðgerðir, eins og þessi auglýsing ber merki:

Sem og þetta goðsagnakennda lag Valgeirs Guðjónssonar:

Eins og áður segir er afmæli bjórsins fagnað um land allt í dag, en okkur á DV fannst tilvalið að birta nokkrar gamlar bjórfagnaðarmyndir frá 1. mars árið 1989 til að halda upp á daginn. Þekkir þú fólkið á þessum myndum?

Dansað uppi á borðum:

Dugði ekkert minna en kassi, jafnvel tveir:

Það var stuð á þessum:

Mikill bjóráhugamaður hér á ferð:

Sofið fyrir utan ÁTVR:

Bjór og bílar fara ekki saman:

Skál!

Það mátti reykja inni:

Gleðin við völd:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa