fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025

Fyrrverandi eiginkona Bradley Cooper bregst við orðrómnum um hann og Lady Gaga: „Ha.“

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 27. febrúar 2019 09:23

Bradley Cooper, Jennifer Esposito og Lady Gaga.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jennifer Esposito, fyrrverandi eiginkona Bradley Cooper, hefur tjáð sig um sögusagnirnar að Bradley og Lady Gaga séu í raun ástfanginn.

Lady Gaga og Bradley Cooper fluttu lagið ‚Shallow‘ úr kvikmyndinni A Star Is Born á Óskarsverðlaunahátíðinni síðastliðið sunnudagskvöld.

Sjá einnig: Bradley Cooper gaf Lady Gaga fallegt ráð áður en þau stigu á svið á Óskarnum 

Flutningurinn var ótrúlega fallegur og ekki er hægt að neita rafmögnuðu straumunum á milli þeirra tveggja. Allt internetið fór á hliðina og orðrómurinn fór enn og aftur á kreik að þau væru í raun ástfangin.

Sjá einnig: Flutningur Lady Gaga og Bradley Cooper á Óskarnum vekur athygli: „Meira augnsamband en ég hef nokkurn tímann haldið“

David Spade deildi mynd af Lady Gaga og Bradley á Óskarnum og skrifaði með henni: „Er einhver möguleiki að þessu tvö eru ekki að r**a?

https://www.instagram.com/p/BuSunBWB8C2/

Jennifer skrifaði undir myndina: „Ha.“ Jennifer Esposito og Bradley Cooper voru gift í fjóra mánuði árið 2007.

Horfði ekki á Óskarinn

Ummæli Jennifer hafa vakið mikla athygli og var mikið rýnt í þau á slúðurmiðlum vestan hafs. Jennifer hefur nú tjáð sig um ummælin og útskýrt hvað hún meinti með þeim í myndbandi.

„Ég var að beina ummælunum að frekar grófri yfirlýsingu varðandi eitthvað um fyrrverandi, og ég bókstaflega hló að honum því hann var svo frakkur um hvað hann var að segja og mér fannst það fyndið,“ sagði Jennifer. „Ég má finnast eitthvað fyndið.“

Jennifer horfði ekki á Óskarinn. „Ég veit ekki hvað gerðist, mér er sama hvað gerðist. Ég tjáði mig um eitthvað sem mér fannst vera fyndið,“ sagði Jennifer.

Hún segir aldrei nafn Bradley eða Lady Gaga í myndbandinu.

Sjá einnig: Sannleikurinn um samband Bradley Cooper og Lady Gaga: „Ég elska hana svo mikið“ – „Hann lét mér líða eins og ég væri frjáls“

Skrifaði um Bradley í bók

Jennifer gaf út bók, Jennifer’s Way, um „baráttu sína við seliak sjúkdóm (e. celiac disease)  eftir að hún dó næstum því.“ Í bókinni skrifaði hún um samband við ónefndan mann. Hún skrifaði að þessi maður hafi sýnt mörg viðvörunarmerki og „væri með vonda, kalda hlið.“

Nú hafa skrifin verið grafin upp og mikið fjallað um þau í fjölmiðlum. Jennifer segir í myndbandinu að henni finnst óþolandi að fólk sé að „misskilja einhver ummæli“ í bókinni og einblína á „eitthvað svo kjánalegt, lítilmannlegt og heimskulegt um samband sem ég var í fyrir 11 árum.“

Horfðu á myndband Jennifer hér að neðan.

https://www.instagram.com/p/BuXTgquBalt/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Mótmæla sölu félagsheimilisins Hnitbjarga – Tvöfaldur íbúafjöldinn skrifað undir undirskriftalista á einum degi

Mótmæla sölu félagsheimilisins Hnitbjarga – Tvöfaldur íbúafjöldinn skrifað undir undirskriftalista á einum degi
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Liverpool frestar því að hefja æfingar til að leikmenn fái tíma til að syrgja

Liverpool frestar því að hefja æfingar til að leikmenn fái tíma til að syrgja
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Páll Vilhjálmsson sýknaður af kæru Samtakanna 78 – Sakaður um hatursáróður í garð hinsegin fólks

Páll Vilhjálmsson sýknaður af kæru Samtakanna 78 – Sakaður um hatursáróður í garð hinsegin fólks
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Fór frá Arsenal í fyrradag og var í dag ákærður fyrir fimm nauðganir og fleira til

Fór frá Arsenal í fyrradag og var í dag ákærður fyrir fimm nauðganir og fleira til
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Óvænt tíðindi frá Arsenal – Samningi Tomiyasu rift

Óvænt tíðindi frá Arsenal – Samningi Tomiyasu rift
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Deilt um Jens Garðar – „Ósmekklegt að draga börn inn í pólitíska umræðu“ – „Gríðarlegir hagmunir fyrir manninn og fjölskyldu hans“

Deilt um Jens Garðar – „Ósmekklegt að draga börn inn í pólitíska umræðu“ – „Gríðarlegir hagmunir fyrir manninn og fjölskyldu hans“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.