fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Fréttir

Skammarlisti yfir veikindadaga starfsmanna: Sólveig – Litið á starfsfólk sem einnota drasl

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 26. febrúar 2019 11:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er alvarlegt brot gegn persónuvernd og friðhelgi einkalífs starfsfólksins,“ segir Halldór Oddsson, lögfræðingur hjá ASÍ, um svokallaðan „skammarlista“ sem hangir uppi á töflu á einu af stóru hótelunum hér á landi yfir þá starfsmenn sem taka sér flesta veikindadaga.

Greint er frá þessu í frétt á heimasíðu Eflingar og þar er haft eftir Oddi að við þessu gætu legið sektir. Þá segir hann að Persónuvernd verði tilkynnt um málið.

Nöfnin skráð niður

Í frétt á vef Eflingar er vísað til forsíðuviðtals við Ingibjörgu Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra Hótel Sögu, í Fréttablaðinu í dag. Þar sagði Ingibjörg að sérkennilegt væri að beina fyrirhuguðum verkföllum að stóru hótelunum hér á landi.

„Þau eru langflest að passa upp á að fara eftir öllum lögum og reglum, standa skil og passa að aðstæður séu réttar,“ var haft eftir Ingibjörgu í Fréttablaðinu í dag.

Ef marka má umfjöllunina á vef Eflingar á þetta ekki við rök að styðjast í öllum tilfellum. „Þetta er ekki í samræmi við okkar reynslu af líðan félagsmanna, hvort sem þeir vinna á stórum hótelum eða smáum,“ segir í fréttinni og því bætt við að trúnaðarmenn í stórum hótelkeðjum hafi upplýst Eflingu um að dæmi séu um að yfirmenn skrái nöfn þeirra sem leiti til stéttarfélagsins.

„Fólki eru gefin bein og óbein skilaboð að afleiðingar fylgi því að tengjast stéttarfélaginu,“ er haft eftir Maxim Baru, yfirmanni félagssviðs Eflingar. „Fólki er bókstaflega sagt að fara ekki til stéttarfélagsins. Mannauðsdeildir margra þessara fyrirtækja hafa þá afstöðu að þau eigi starfsfólkið – og að trúnaðarmennirnir eigi að þjóna mannauðsdeildinni, frekar en að vinna með starfsfólki og stéttarfélagi.“

Segir komið fram af vanvirðingu

Þá birtir Efling mynd af blaði sem fullyrt er að hangi uppi á vegg á einu af stóru hótelunum hér á landi. Um sé að ræða „skammarlista“ yfir starfsmenn sem taka sér flesta veikindadaga.

Þá er haft eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, að stemningin á stóru hótelunum sé ekki upp á marga fiska.

„Við höfum verið að heimsækja þessi hótel í vetur. Það er komið fram af rosalegri vanvirðingu við starfsfólkið. Ég hef oft reynt að benda fólki á að stemningin á íslenskum vinnumarkaði sé algerlega fyrir neðan allar hellur, sérstaklega þegar kemur að okkar aðfluttu félögum í láglaunastörfunum,“ segir hún og bætir við:

„Það er ekki nóg að atvinnurekendur bendi á, til að upphefja sjálfa sig, að þeir borgi eftir kjarasamningi. Í fyrsta lagi eru lágmarkslaun á Íslandi svo lág að þau duga ekki fyrir nauðsynjum hér í Reykjavík. Í öðru lagi er þetta risavandamál, þessi gegnumgangandi fyrirlitning gagnvart fólki í láglaunastörfum. Atvinnurekendur virðast því miður líta svo á að verka- og láglaunafólk, sérstaklega ef það kemur annarsstaðar frá, sé einfaldlega einnota drasl.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Báru kennsl á byssumanninn á frægri ljósmynd með gervigreind – Nokkuð óvænt kom í ljós

Báru kennsl á byssumanninn á frægri ljósmynd með gervigreind – Nokkuð óvænt kom í ljós
Fréttir
Í gær

Þrotabúið fer fram á nauðungarsölu á einbýlishúsi Brotaflshjóna

Þrotabúið fer fram á nauðungarsölu á einbýlishúsi Brotaflshjóna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Illindi og hótanir vegna frestunar hrekkjavökugleði – „Þetta býður upp á svekkelsi og leið börn“

Illindi og hótanir vegna frestunar hrekkjavökugleði – „Þetta býður upp á svekkelsi og leið börn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafnarfjarðarmálið: Meintur gerandi hringdi stöðugt í móðurina í aðdraganda húsbrotsins – Sláandi lýsingar á ofbeldi gegn drengnum

Hafnarfjarðarmálið: Meintur gerandi hringdi stöðugt í móðurina í aðdraganda húsbrotsins – Sláandi lýsingar á ofbeldi gegn drengnum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Stöðvaður með 40 sentímetra af snjó á framrúðunni

Stöðvaður með 40 sentímetra af snjó á framrúðunni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Milljónaráðgjafinn Þórunn tórði ekki lengi hjá ríkislögreglustjóra – Glænýjum ráðningasamningi sagt upp

Milljónaráðgjafinn Þórunn tórði ekki lengi hjá ríkislögreglustjóra – Glænýjum ráðningasamningi sagt upp