fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Kristín táraðist og hrópaði: „Bara drullist til að gera eitthvað“ – Þá stóðu allir í salnum upp

Ritstjórn DV
Laugardaginn 23. febrúar 2019 14:11

Skjáskot af myndskeiði RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristín Þóra Haraldsdóttir hélt tilfinningaþrungna ræðu á Eddunni í gærkvöldi. Átti hún erfitt með að halda aftur af tárunum. Kristín Þóra sýndi stjörnuleik í kvikmyndinni Lof mér að falla sem byggð er á sönnum atburðum, en handritið er byggt að hluta á lífsreynslu Kristínar Gerðar Guðmundsdóttur og dagbókarskrifum hennar, en líf Kristínar var alla tíð mótað af hryllilegu kynferðisofbeldi. Kristín náði sér aldrei og framdi sjálfsmorð. Kristín gerður var einnig misnotuð og beitt ofbeldi af háttsettum mönnum í þjóðfélaginu.

Sjá einnig: Háttsettir menn í þjóðfélaginu keyptu Kristínu sem barn og misnotuðu hana

Kristín Þóra var hrærð þegar hún tók við verðlaununum en minnti á mikilvægi þess að stjórnvöld yrðu að passa uppá okkar smæstu bræður og systur. Ljóst var að hlutverkið hafði haft mikil áhrif á hana.

„Það er eitthvað mjög skrítið að standa í sparifötum og taka á móti verðlaunum fyrir þetta hlutverk, sem er byggð á alvöru manneskjum, um fíkn og búið að ræna öllu sem er ljúft og gott.“

Bætti Kristín við að það hefði tekið á að leika hlutverkið en hún litið á það sem skyldu sína að vera farvegur fyrir þessar konur sem og aðrar sem eru í þessum heimi í dag, konur sem hafa ekki rödd og við sjáum nánast aldrei þar sem tilvera þeirra er djúpt ofan í undirheimunum þar sem allskonar viðbjóður á sér stað.

„Og ef við sjáum þær lítum við undan og kerfið lítur undan. Þessi verðlaun segir mér að þið hafið heyrt í þeim og séð þær,“ sagði Kristín og bætti við: „Ég held að ástæðan fyrir því að myndin hafi snert svona marga, er vegna þess að sannleikurinn snertir hjörtu. Hún er byggð á sannleika.“

Þá sagði Kristín: „Mig langar til að segja eitthvað sem fær stjórnvöld til að halda neyðarfund strax á morgun.“ Undir lok ræðunnar stóðu margir í salnum upp en Kristín endaði ræðu sína á þessum mikilvægu skilaboðum:

Það er fullt af þekkingu í landinu um fíkn Við verðum að gera eitthvað. Ekki bara tala um þetta eftir bíómyndir. Ég hvet stjórnvöld til að horfa á þessa mynd og muna að hún er sönn og bara drullist til að gera eitthvað.“

Hér má sjá örlítið brot úr ræðunni en ræðuna í heild má nálgast hér á vef RÚV:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum