fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Annríki hjá lögreglunni – Orðljótur maður hótaði að berja lögreglumenn

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 22. febrúar 2019 05:34

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á ellefta tímanum í gærkvöldi var tilkynnt um æstan mann í austurhluta Reykjavíkur. Sá var mjög orðljótur og hótaði að berja lögreglumennina sem komu á vettvang og sparka í þá. En honum snerist síðan hugur og gekk á brott án þess að lögreglan þyrfti að hafa afskipti af honum.

Á ellefta tímanum var manni í annarlegu ástandi vísað út af bráðamóttöku Landspítalans. Um svipað leiti var maður fluttur á bráðamóttökuna úr vesturborginni en sá þurfti aðstoð vegna fíkniefnaneyslu. Um klukkustund áður þurftu sjúkraflutningamenn að aðstoða annan mann í vesturborginni vegna lyfjamisnotkunar hans.

Á tólfta tímanum var stúlka flutt á bráðamóttöku Landspítalans úr austurborginni en talið er að stúlkunni hafi verið byrluð ólyfjan.

Um miðnætti lagðist einhver svo lágt að stela peningum úr söfnunarbauk Rauða krossins í verslunarmiðstöð í austurborginni. Þjófurinn komst undan á svörtu reiðhjóli.

Um klukkan hálf níu reyndi maður í annarlegu ástandi að komast inn í íbúð í miðborginni en hann var ekki velkominn þar. Honum var vísað á brott.

Á fimmta tímanum í nótt var tilkynnt um mann sem stal áfengi af Hótel Hilton og hljóp á brott með það.

Klukkan 20 í gærkvöldi tilkynnti ung kona um þjófnað á veski og síma í Hafnarfirði. Veskið og síminn fundust við Garðatorg. Síminn var skemmdur og búið var að taka 20.000 krónur úr veskinu og nota debetkortið fyrir tæplega 3.000 krónur.

Á tíunda tímanum í gærkvöldi varð umferðaróhapp á Kársnesbraut þegar tvö dekk bifreiðar sprungu þegar hún lenti í holu á malbikinu en hvassar brúnir eru á henni.

Á fjórða tímanum í nótt kom húsráðandi að manni sem var að reyna að komast inn í hús hans í Breiðholti um opinn glugga. Maðurinn lét sig hverfa hið snarasta þegar hann varð húsráðanda var.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum