fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Báðir úrskurðaðir í tveggja vikna varðhald: Lögregla kærir til Hæstaréttar

Ákvörðun um varðhald yfir þriðja manninum liggur fyrir í dag

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 19. janúar 2017 13:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Báðir mennirnir sem leiddir voru fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur um hádegið í dag voru úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Farið var fram á úrskurðinn í tengslum við rannsókn lögreglunnar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur.

Í tilkynningu sem Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér rétt í þessu kemur fram að lögregla hafi farið fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald. Hefur lögregla ákveðið að kæra gæsluvarðhaldsúrskurði héraðsdóms til Hæstaréttar.

„Mennirnir voru handteknir um hádegisbil í gær um borð í grænlenska fiskiskipinu Polar Nanoq líkt og fram hefur komið. Þriðji maðurinn var svo handtekinn um borð í skipinu í gærkvöld, en ákvörðun um hvort krafist verður gæsluvarðhalds yfir honum hefur ekki verið tekin. Ekki er unnt að veita frekari upplýsingar um rannsókn málsins að svo stöddu,“ segir lögreglan í tilkynningu sinni.

Einar Guðberg Jónsson lögreglufulltrúi sagði í hádegisfréttum RÚV að mennirnir væru grunaðir um refsiverða háttsemi.

Grímur Grímsson hjá rannsóknardeild lögreglu sagði við DV eftir hádegi að ákvörðun um hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir þriðja manninum liggi fyrir seinni part dags.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
Fréttir
Í gær

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“