fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
433

Nefnir tvo sem gætu reddað málunum hjá United – Myndi hjálpa Pogba

Victor Pálsson
Sunnudaginn 17. febrúar 2019 16:00

Winks og Dele Alli sem er í dag hjá Everton.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danny Murphy, fyrrum leikmaður Liverpool, hefur nefnt þá leikmenn sem Manchester United gæti horft til í framtíðinni.

Murphy ræddi miðju United í pistli sínum í the Daily Mail og þá sérstaklega Ander Herrera og Nemanja Matic.

Þrátt fyrir að vera góðir leikmenn þá telur Murphy að þeir nái ekki alveg því besta úr Paul Pogba sem þarf mikið frelsi á miðjunni.

Hann nefnir svo leikmenn sem gætu reddað hlutunum á Old Trafford en það eru þeir Harry Winks hjá Tottenham og Declan Rice hjá West Ham.

,,Eins og staðan er þá nota þeir Matic og Herrera til að gefa Pogba frelsi í 4-3-3 kerfi en það býður ekki upp á eins mikið jafnvægi og til dæmis Marco Verratti og Marquinhos hjá PSG,“ sagði Murphy.

,,Það er ekki auðvelt að finna réttu leikmennina. Næsta kynslóð lítur vel út og ég mun fylgjast vel með Harry Winks og Declan Rice.“

,,Það eru leikmennirnir sem eru með tæknilegu gæðin. Winks er að fá mikla reynslu í stóru leikjunum. Er Rice framtíðarleikmaður United? Hann er líkamlega sterkur og er aðeins 20 ára gamall, sjáum til.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Hvað er pirraður leikmaður Liverpool að gera í Barcelona?

Hvað er pirraður leikmaður Liverpool að gera í Barcelona?
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fullyrt að leikmenn United séu hættir að hlusta á það sem Ten Hag segir

Fullyrt að leikmenn United séu hættir að hlusta á það sem Ten Hag segir
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fer endanlega frá Chelsea í sumar

Fer endanlega frá Chelsea í sumar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Barcelona gæti ráðið Enrique á ný

Barcelona gæti ráðið Enrique á ný
433Sport
Í gær

Forsetinn staðfestir að Greenwood sé til sölu

Forsetinn staðfestir að Greenwood sé til sölu
433Sport
Í gær

Ten Hag verður ekki rekinn fyrir bikarúrslitaleikin

Ten Hag verður ekki rekinn fyrir bikarúrslitaleikin