fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

„Gerendur snúa aftur í samfélagið hvort sem okkur líkar betur eða verr“

Auður Ösp
Sunnudaginn 17. febrúar 2019 19:00

Helgi Gunnlaugsson Prófessor við Háskóla Íslands.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði við Háskóla Íslands, telur markmiðið með frumvarpi Silju Daggar göfugt. Hann bendir þó á að rannsóknir sýni að opinber skráning kynferðisbrotamanna gegn börnum, líkt og tíðkast í Bandaríkjunum og Bretlandi, hafi ekki dregið úr brotum af þessu tagi.

„Það veitir í raun falskt öryggi þótt útfærsla sé með ýmsu móti með eða án eftirlits lögreglu. Ítrekunartíðni kynferðisbrota er yfirleitt lægri en í öðrum brotum. Samt megum við ekki loka augunum fyrir hættunni af þessum brotum. Aðgerðir eru nauðsynlegar varðandi eftirfylgni með alvarlegustu tilfellunum. Flest brotanna komast þó ekki upp á yfirborðið og eru ekki kærð.

Helgi bendir á að viðeigandi meðferð samhliða refsiúrræðum hafi birst í árangri og beri að efla.

„Mikilvægt að ná til yngri gerenda og brýnt að þeir sjálfir viðurkenni vandann og afleiðingar gjörða sinna. Ef barnagirnd er á háu stigi og vandinn ekki viðurkenndur eykst hætta á brotum. Forvarnir skipta mestu, koma í veg fyrir að brotin séu framin. Ef fordæmingin er alls ráðandi og eingöngu harðar refsingar í boði, er hætta á að þeir þori ekki að stíga fram. Verði afskiptir, uppfullir af ranghugmyndum og hættulegri fyrir vikið.“

Helgi telur að mestu skipti að afplánunin feli í sér viðeigandi meðferð hvort sem er í sérstakri deild eða ekki. „Deild eingöngu fyrir hættulega kynferðisbrotamenn býður upp á þá hættu að hópurinn lokist af í eigin veröld stimplaður af samfélaginu, sem erfitt sé að losna við að lokinni afplánun.“

Þá bendir Helgi á að gerendur snúi aftur í samfélagið hvort sem okkur líki betur eða verr.

„Hægt er að draga úr hættunni með ýmsum aðgerðum eftir afplánun og árangursríka meðferð. Kynhneigð til barna þarf ekki endilega að leiða til nýrra brota. Stuðningur við að ná fótfestu í samfélaginu á ný, frekar en eftirlit og útskúfun, er yfirleitt farsælasta úrræðið. Sem dæmi má nefna stuðningsnetið Circles sem víða þekkist og hefur gefið góða raun.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum