fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Pressan

Eftir 43 ára hlé – Auglýst eftir böðlum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 13. febrúar 2019 21:00

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dauðarefsing hefur verið í gildi á Sri Lanka áratugum saman en henni hefur ekki verið beitt síðan 1976. 2014 sagði böðull landsins starfi sínu lausu án þess að hafa nokkru sinni hengt mann. Hann sagðist verða veikur í hvert sinn sem hann sæi gálga og gæti því ekki gegnt starfinu. Annar var ráðinn til starfa en mætti aldrei til vinnu.

En nú gæti orðið breyting á því nýlega var auglýst eftir tveimur böðlum. Forseti landsins, Maithripala Sirisena vill nefnilega endurvekja dauðarefsingar á næstu vikum og því þarf böðla til starfa. Dauðarefsing liggur aðeins við fíkniefnasmygli.

Á mánudaginn var auglýst eftir tveimur „andlega sterkum“ karlmönnum á aldrinum 18 til 45 ára „með frábært siðferði“ til að gegna störfum böðla.

Fíkniefnasmygl og fíkniefnaneysla er vaxandi vandamál á Sri Lanka og það knýr forsetann til að kalla á endurupptöku dauðarefsinga. Hann hefur að sögn horft til Filippseyja í þessu sambandi en þar er gengið mjög harkalega fram gegn þeim sem eru á einhvern hátt viðriðnir fíkniefni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Áhrifavaldur á Youtube ákærður fyrir dreifa barnaníðsefni

Áhrifavaldur á Youtube ákærður fyrir dreifa barnaníðsefni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einstakt flöskuskeyti fannst í Ástralíu – Afkomendurnir agndofa

Einstakt flöskuskeyti fannst í Ástralíu – Afkomendurnir agndofa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Konur græða meira en karlmenn á jafn mikilli hreyfingu

Konur græða meira en karlmenn á jafn mikilli hreyfingu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Stúlkan sem hvarf á hrekkjavökunni

Sakamál: Stúlkan sem hvarf á hrekkjavökunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gabba og lokka börn til að fremja morð

Gabba og lokka börn til að fremja morð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér