fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fréttir

Hatari segist hafa ráðið Margréti Friðriksdóttur sem kynningarfullrúa

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 12. febrúar 2019 18:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hljómsveitin Hatari hefur gefið út alþjóðlega fréttatilkynningu á ensku þar sem því er haldið fram að Margrét Friðriksdóttir hafi verið ráðin kynningarfulltrúi hljómsveitarinnar. Margrét, sem er sannkristin, heldur úti hinum stóra Facebook-hópi Stjórnmálaspjallið. Margrét er mikill stuðningsmaður Ísraelsríkis. Hún hefur tjáð sig með mjög ákveðnum og kraftmiklum hætti um framlag Hatara til undankeppni Eurovision, Hatrið mun sigra, og segist ætla að flytjast af landi brott ef lagið verður valið sem framlag Íslands til Eurovision.

Í fréttatilkynningunni er sagt að Margrét hafi undirritað starfssamning sinn við fyrirtækið Svikamylla ehf,  sem sé alþjóðlegur dreifingaraðili fyrir hljómsveitina. Í tilkynningunni er látið í veðri vaka að hótun Margrétar um að flytjast af landi brott ef framlag Hatara verður valið til þátttöku í Eurovision sé frábær fjölmiðlabrella. Sagt er að orðspor Margrétar henti fullkomlega til að skapa glundroða á meðal íhaldsfólks og vekja andstæðingum Hatara ótta.

Sjá nánar hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Eyðilögðu langdrægar sprengjuflugvélar á rússneskum flugvelli

Eyðilögðu langdrægar sprengjuflugvélar á rússneskum flugvelli
Fréttir
Í gær

Komu heim 9800 hárum ríkari – Svitabandið gegnir mikilvægu hlutverki – „Okkur leið eins og við værum svona Handmade Taska“

Komu heim 9800 hárum ríkari – Svitabandið gegnir mikilvægu hlutverki – „Okkur leið eins og við værum svona Handmade Taska“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Deilurnar um fjármál Sósíalistaflokksins: Haukur telur að stjórnvöld eigi að blanda sér í málið

Deilurnar um fjármál Sósíalistaflokksins: Haukur telur að stjórnvöld eigi að blanda sér í málið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar sáir efasemdum um orð Trump

Yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar sáir efasemdum um orð Trump