fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Pressan

Vann einn og hálfan milljarð: Eyddi öllu í dóp, djamm og aðra vitleysu – Kominn í vinnu með 1.500 krónur á tímann

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 11. febrúar 2019 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að vinna milljónir í lottóinu þó marga eflaust dreymi um það. Michael Carroll vann 10 milljónir punda, einn og hálfan milljarð á núverandi gengi, árið 2002 í breska lottóinu.

Hafi Carroll haldið að hann þyrfti ekki að hafa áhyggjur af fjármálum sínum það sem eftir væri skjátlaðist honum hrapallega. Carroll eyddi peningunum í tóma vitleysu og það tók hann ekki mörg ár að eyða öllu vinningsfénu í tóma vitleysu; fíkniefni og vændiskonur þar á meðal auk skartgripa og lúxusbíla. Tíu árum eftir að hafa unnið þann stóra var Carroll búinn að eyða öllu.

Sjálfur segist hann ekki hafa séð eftir peningunum – eða öllu djamminu eftir að hafa orðið milljónamæringur.

Í nýrri umfjöllun sem birtist á vef breska blaðsins Mirror segist Carroll nú vera kominn í vinnu sem skógarhöggsmaður. Hann fær sem nemur 1.500 krónum á tímann fyrir vinnuna sem er nokkuð líkamlega krefjandi.

„Peningurinn var fljótur að hverfa en ég get ekki kvartað yfir neinu,“ segir hann. Auk þess að höggva tré þarf hann að flytja þunga poka, stútfulla af kolum, á milli staða. „Þetta eru 50 kílóa pokar og þarf að lyfta svona 150 pokum á dag,“ segir Carroll sem mætir til vinnu klukkan sex alla virka morgna.

Sem fyrr segir sér Carroll, sem er ekki nema 35 ára, eftir neinu. „Lífið snýst ekki um peninga. Það kann að hljóma brjálæðislega en ég hef aldrei verið hamingjusamari. Að verða gjaldþrota er það besta sem gat komið fyrir mig – þetta var samt mjög gaman meðan það entist.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar