fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
Fréttir

Íslendingur handtekinn í Færeyjum

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 10. febrúar 2019 13:13

Þórhöfn í Færeyjum. Ljósmynd/Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Slagsmál brutust út á milli tveggja karlmanna í miðbæ Þórshafnar í Færeyjum aðfaranótt föstudags. Í kjölfarið var annar mannanna handtekinn fyrir líkamsárás.

Samkvæmt öruggum heimildum DV eru gerandinn og fórnarlambið Íslendingar og starfar gerandinn sem lögreglumaður hér á landi.

Færeysku fréttamiðlarnir Dagur og In greina frá málinu.

Fram kemur að um þrjú leytið aðfaranótt föstudags hafi tilkynning borist til lögreglu um slagsmál milli tveggja karlmanna í miðbæ Þórshafnar. Endaði það með því að annar þeirra sló hinn. Fram kemur að fórnarlamb árásarinnar hafi hlotið áverka og verið fluttur til aðhlynningar og árásarmaðurinn hafi verið handtekinn. Fram kemur að lögreglan hafi viljað tryggja að árásarmaðurinn myndi ekki flýja land fyrr en búið væri að afgreiða málið.

Þá kemur fram að málið sé enn í rannsókn.

Í samtali við DV staðfesti fulltrúi lögreglunnar í Þórhöfn að hinn handtekni væri „útlendingur“ og búið væri að úrskurða í máli hans. Að öðru leyti gat hann ekki tjáð sig nánar um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Starfsmaður Útlendingastofnunar stærði sig af því að brjóta gegn þagnarskyldu – „Not all heroes wear capes“

Starfsmaður Útlendingastofnunar stærði sig af því að brjóta gegn þagnarskyldu – „Not all heroes wear capes“
Fréttir
Í gær

Stefnir í leiðindaveður á stórum hluta landsins á aðfangadagskvöld

Stefnir í leiðindaveður á stórum hluta landsins á aðfangadagskvöld
Fréttir
Í gær

„Þetta eru aðvörunarbjöllur sem ættu að klingja í eyrum okkar“

„Þetta eru aðvörunarbjöllur sem ættu að klingja í eyrum okkar“
Fréttir
Í gær

Tveir Íslendingar létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku og einn liggur lífshættulega slasaður á sjúkrahúsi

Tveir Íslendingar létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku og einn liggur lífshættulega slasaður á sjúkrahúsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bónus hefur styrkt góðgerðarmál um rúmlega 50 milljónir króna á síðustu fimm árum

Bónus hefur styrkt góðgerðarmál um rúmlega 50 milljónir króna á síðustu fimm árum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögregluaðgerð með aðstoð sérsveitar stendur yfir á Selfossi

Lögregluaðgerð með aðstoð sérsveitar stendur yfir á Selfossi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rósa fór í sjálfakandi leigubíl á dögunum: „Ákjósanlegri kostur en strætisvagnar“ – Stutt í að tæknin komi til Íslands

Rósa fór í sjálfakandi leigubíl á dögunum: „Ákjósanlegri kostur en strætisvagnar“ – Stutt í að tæknin komi til Íslands
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingar í alvarlegu slysi í Suður-Afríku

Íslendingar í alvarlegu slysi í Suður-Afríku