fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Hörður um Sólveigu: „Verður oft rosalega reið ef einhver kann að hafa aðra skoðun en hún“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 8. febrúar 2019 09:09

Hörður Ægisson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ritstjóri Markaðarins, Hörður Ægisson, tekur undir orð seðlabankastjóra í leiðara Fréttablaðsins í dag, um að launahækkanir umfram svigrúm atvinnulífsins gætu leitt til vaxtahækkana og aukins atvinnuleysis. Verkalýðsforystan brást hart við orðum Más Guðmundssonar líkt og við mátti búast og sakaði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, seðlabankastjóra um forkastanlegan málflutning og sagðist verða „rosalega reið“ er hún yrði vitni að forherðingu efnahagslegra forréttindahópa:

„En mér finnst eitthvað virkilega ömurlegt við það að manneskja sem situr á toppi valda og tekjupíramídans sjái ekkert athugavert við að tala um “áfall” ef að vinnuaflið fær aðeins betri laun, aðeins meira réttlæti,“

sagði Sólveig meðal annars.

Sólveig Anna Jónsdóttir

Fyrirsjáanleg og uggvænleg viðbrögð

Hörður segir þessi viðbrögð fyrirsjáanleg og uggvænleg og gefur í skyn að Sólveig viti hreint ekki um hvað hún er að tala, en það geri hinsvegar Már Guðmundsson:

„Formaður Eflingar, sem verður oft rosalega reið ef einhver kann að hafa aðra skoðun en hún, brást við með því að afgreiða varnaðarorðin sem „forherðingu efnahagslegra forréttindahópa“. Þetta er orðið þekkt stef. Áliti greinenda, hagfræðinga, Seðlabankans – og í raun allra sem leyfa sér að setja fyrirvara við skynsemi þess að hækka laun margfalt meira en sem nemur mögulegri aukningu í verðmætasköpun – er hafnað með þeim einu rökum að þetta sé málflutningur „auðvaldsins“ og einhverra óskilgreindra „fjármagnsafla“. Ekki er þetta líklegt til uppbyggilegrar umræðu um hvernig megi laga það sem betur má fara í íslensku samfélagi og bæta lífskjör almennings. Getur verið að hið sama fólk sé ekki drifið áfram af annarlegum hvötum heldur, meðal annars byggt á sérþekkingu þess, menntun og reynslu, viti mögulega um hvað það er að tala?“

Launahækkanir engin lausn

Hörður segir að hin róttæka verkalýðsforysta, sem krefst auðmýktar allra nema þeirra eigin og boði lausn um innistæðulausar launahækkanir upp á tugi prósenta, sé alls engin lausn og vísar til sögunnar máli sínu til stuðnings:

„Íslendingar ættu að hafa lært það af biturri reynslu að hækkun launa umfram framleiðnivöxt leiðréttist með hærri verðbólgu – sem bitnar harðast á skuldsettum heimilum og þeim sem minnst hafa á milli handanna. Laun í krónum talið hafa nær sexfaldast frá 1989 en á sama tíma hefur kaupmáttur aðeins vaxið um 65 prósent. Haldi einhverjir að niðurstaðan yrði á aðra leið við núverandi aðstæður þá hafa þeir hinir sömu fundið upp á nýrri leið til að stórbæta lífskjör alls almennings með einu pennastriki, óháð verðmætasköpun og stöðu útflutningsatvinnuveganna. Fáir ættu að vilja láta reyna á það veðmál.“

Ögurstund

Hörður er ekki bjartsýnn á framhald kjaraviðræðna:

„Það hefur verið ljóst um langt skeið að þær viðræður sem nú eru á borði ríkissáttasemjara eru í fullkomnum ógöngum. Allar kröfur stéttarfélaganna – húsnæðismál, afnám verðtryggingar, vaxtamál og krónutöluhækkanir – eru sagðar ófrávíkjanlegar. Ef fram heldur sem horfir geta viðræðurnar aðeins endað á einn veg þar sem félögin munu slíta þeim og boða til verkfalla – og um leið taka niður með sér allt hagkerfið. Við erum að nálgast ögurstundu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“