fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Pressan

Telur sig vita hvað hin dularfulli hlutur Oumuamua er

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 6. febrúar 2019 20:30

Oumuamua eins og talið er að hann líti út. Mynd:European Southern Observatory/M. Kornmesser

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt frá því að fyrst sást til ferða hins dularfulla hlutar Oumuamua í sólkerfinu okkar á haustmánuðum 2017 hafa verið uppi miklar vangaveltur um hvað þetta sé. Vitað var frá upphafi að hluturinn átti ekki uppruna sinn í sólkerfinu okkar.

Því var haldið fram að hér væri um loftstein að ræða, aðrir töldu þetta vera halastjörnu og enn aðrir töldu að hér væri geimfar vitsmunavera á ferð. Það er því spurning hvort dr. Zdenek Sekanina, hjá NASA Jet Propulsion Laboratory, hafi rétt fyrir sér í nýrri rannsókn. Hann telur að Oumuamua sé leifar halastjörnu sem hafi sundrast áður en hún fór næst sólinni. Eftir hafi orðið vindlingalaga steinklumpur.

Sekanina hefur sérhæft sig í rannsóknum á loftsteinum, halastjörnum og geimryki á þeim 40 árum sem hann hefur starfað hjá NASA og hefur hann komið að nokkrum mikilvægustu rannsóknum sögunnar á þessum sviðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Víðtæk leit að manni sem grunaður er um að skjóta fjóra menn til bana á bar

Víðtæk leit að manni sem grunaður er um að skjóta fjóra menn til bana á bar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

ChatGPT er meðuppalandi – „Frábært að slökkva á heilanum og láta gervigreindina hjálpa mér að ala upp barnið mitt“

ChatGPT er meðuppalandi – „Frábært að slökkva á heilanum og láta gervigreindina hjálpa mér að ala upp barnið mitt“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál
Pressan
Fyrir 4 dögum

Talsmaður Hvíta hússins blandar sér í auglýsingadramað – „Þeir eru komnir með nóg af þessu rugli“

Talsmaður Hvíta hússins blandar sér í auglýsingadramað – „Þeir eru komnir með nóg af þessu rugli“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut