fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
Fréttir

Kaup Bjarna Ármanns og Solo á Spáni í höfn

Þrjú útgerðarfélög og Bjarni eiga Solo Seafood – Seldi fyrir tólf milljarða í fyrra

Ritstjórn DV
Laugardaginn 10. desember 2016 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kaup Bjarna Ármannssonar, fjárfestis og fyrrverandi forstjóra Glitnis, og þriggja íslenskra útgerðarfyrirtækja á dótturfélagi Icelandic Group á Spáni, Icelandic Iberica, sem seldi sjávarafurðir fyrir um tólf milljarða króna í fyrra, gengu í gegn á þriðjudag. Seðlabanki Íslands og samkeppnisyfirvöld á Spáni höfðu þá samþykkt kaupin en Icelandic Group, sem er í eigu fimmtán lífeyrissjóða og Landsbankans, gefur kaupverðið ekki upp. Bjarni tók við stöðu stjórnarformanns íslensks móðurfélags sölufyrirtækisins í lok október og er það nú skráð til húsa á heimili hans.

Stór biti af Icelandic

Tilkynnt var um kaup íslenska einkahlutafélagsins Solo Seafood á starfsemi Icelandic Group á Spáni í september síðastliðnum. Kom þá fram að útgerðarfélögin FISK-Seafood á Sauðárkróki, Jakob Valgeir í Bolungarvík, Nesfiskur í Garði, og Sjávarsýn, fjárfestingarfélag Bjarna, hefðu komist að samkomulagi um kaup á Icelandic Iberica. Fyrirtækin þrjú væru stærstu birgjar spænska dótturfélagsins sem er einn helsti sölu- og dreifingaraðili á léttsöltuðum þorski frá Íslandi og öðru frosnu sjávarfangi til Suður-Evrópu. Tekjur Icelandic Iberica hafi numið 100 milljónum evra, um tólf milljörðum króna, árið 2015 og starfsmenn fyrirtækisins væru um 140 talsins. Heildarvelta Icelandic Group sama ár var til samanburðar um 500 milljónir evra.

Jón Eðvald Friðriksson, framkvæmdastjóri FISK-Seafood, Bergþór Baldvinsson, framkvæmdastjóri Nesfisks, Hjörleifur Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Icelandic Iberica til tuttugu ára, og Jakob Valgeir Flosason sitja nú allir í stjórn Solo Seafood ásamt Bjarna. Félagið var stofnað í júlí 2015 en viðskiptafélagarnir Jakob Valgeir og Ástmar Ingvarsson settust í stjórn þess í nóvember sama ár og hvarf sá síðarnefndi á braut þegar núverandi stjórnarmenn þess tóku við hálfu ári síðar.

„Mjög stolt“

Bjarni Ármannsson lýsti í samtali við Undercurrent News á miðvikudag, fréttamiðilinn sem greindi fyrst frá kaupum Solo Seafood á Icelandic Iberica í september, ánægju eigenda íslenska móðurfélagsins með að kaupin hafi gengið í gegn.

„Við erum mjög stolt af stjórnendum og starfsfólki Icelandic Iberica og hlökkum til að þróa reksturinn með þeim. Þannig að við verðum leiðandi í okkar grein,“ sagði Bjarni í samtali við Undercurrent News og vildi ekki gefa upp hversu stóran hlut hann á í Solo Seafood og þá spænska sölufyrirtækinu. Ekki náðist í Bjarna við vinnslu þessarar fréttar. Hluthafalista Solo Seafood hefur ekki verið skilað inn til fyrirtækjaskrár Ríkisskattstjóra (RSK).

Icelandic Group er í eigu Framtakssjóðs Íslands (FSÍ). Lífeyrissjóður verslunarmanna er stærsti einstaki hluthafi FSÍ með 19,9 prósenta hlut en þar á eftir koma Landsbankinn með 17,7 prósent og Gildi lífeyrissjóður með 16,5. Þrettán aðrir lífeyrissjóðir eiga níu prósent eða minna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Næstdýrasta bensínið á Íslandi – Bara Hong Kong slær okkur við

Næstdýrasta bensínið á Íslandi – Bara Hong Kong slær okkur við
Fréttir
Í gær

Eldri maður fannst í angist úti á götu – „Ef þeir myndu velja konur á þeirra aldri væru þeir ólíklegri til þess að verða plataðir“

Eldri maður fannst í angist úti á götu – „Ef þeir myndu velja konur á þeirra aldri væru þeir ólíklegri til þess að verða plataðir“
Fréttir
Í gær

Hrollvekjandi uppgötvun í niðurníddu verksmiðjuhúsnæði sögð benda til þess að Madeleine McCann sé látin

Hrollvekjandi uppgötvun í niðurníddu verksmiðjuhúsnæði sögð benda til þess að Madeleine McCann sé látin
Fréttir
Í gær

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“
Fréttir
Í gær

Indland gerir flugskeytaárás á Pakistan

Indland gerir flugskeytaárás á Pakistan
Fréttir
Í gær

„Við erum ekki með verkfallsrétt…en allur hópurinn er hins vegar með atkvæðisrétt og þá byrja menn að sperra eyrun“

„Við erum ekki með verkfallsrétt…en allur hópurinn er hins vegar með atkvæðisrétt og þá byrja menn að sperra eyrun“