fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Pressan

Póstmaðurinn sá dularfulla skrift á pakkanum – Skoðaði hana betur og hringdi strax í lögregluna

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 31. janúar 2019 07:00

Sendill að störfum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur eflaust verið stressandi að starfa við útkeyrslu pakka og póstsendinga. Margar sendingar sem þarf að koma til skila og ákveðinn óvissa um hvað bíður á áfangastað. Þetta upplifði sendill þegar hann var að keyra pökkum út og sækja í Robertsville í Missouri í Bandaríkjunum. Hann átti að sækja pakka hjá fjölskyldu í bænum og fór að heimili fjölskyldunnar og tók við pakkanum og gekk síðan í átt að bíl sínum. Á leiðinni skoðaði hann pakkann betur til að sjá hvert hann ætti að fara. Þá sá hann dularfulla skrift á pakkanum og hringdi strax í lögregluna.

Sendillinn hafði tekið við pakkanum úr hendi konu sem tók á móti honum í dyrunum. Á pakkanum stóð „Hringdu í 911“, sem er neyðarnúmerið í Bandaríkjunum. Sendillinn vissi ekki af hverju þetta var skrifað á pakkann en hringdi samt sem áður í 911. Það sem hann vissi ekki var að þegar hann tók við pakkanum hjá konunni stóð eiginmaður hennar, James Taylor Jordan, fyrir aftan hana og miðaði byssu á hana. Þetta gerði hann til að koma í veg fyrir að hún gerði eitthvað, sem hann taldi vera heimskulegt, en hún var með áætlun og hratt henni í framkvæmd þegar sendillinn kom.

Heimili konunnar.

Hún sá sendilinn sem bjargvætt sinn sem hann og reyndist vera. Lögreglan brást við símtali hans og sendi fjölmennt lögreglulið að húsinu. Jordan var handtekinn og konan gat sagt lögreglunni sögu sína.

Hún og þriggja ára barn hennar höfðu verið í gíslingu Jordan í rúmlega 15 klukkustundir. Barnið hafði verið læst inni á baði allan þennan tíma án þess að fá mat. Jordan hafði bannað henni að nota síma eða yfirgefa húsið. Hún reyndi samt sem áður að flýja en hann náði henni og dró hana aftur inn í húsið. Auk þess misþyrmdi hann henni kynferðislega.

Sem betur fer tókst henni að skrifa þessi tvö orð á pakkann í þeirri von að sendillinn myndi taka mark á þeim, sem hann og gerði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Áhrifavaldur segir heimili sitt hafa orðið fyrir skotárás eftir hlaðvarpsþátt þar sem Charlie Kirk var sagður samkynhneigður

Áhrifavaldur segir heimili sitt hafa orðið fyrir skotárás eftir hlaðvarpsþátt þar sem Charlie Kirk var sagður samkynhneigður
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr
Pressan
Fyrir 6 dögum

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni
Pressan
Fyrir 6 dögum

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi