fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024

Safna stökkbreyttum dýrum og hauskúpum

– Ný bók veitir innsýn í heim þeirra sem safna ógnvekjandi og öðruvísi munum

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 1. desember 2016 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski rithöfundurinn Paul Gambino á heiðurinn af nýrri bók um safnara sem sækjast eftir ógnvekjandi og óhefðbundnum gripum eins og fóstrum lífvera, uppstoppuðum stökkbreyttum dýrum og persónulegum munum sem áður voru í eigu margra af þekktustu fjöldamorðingjum heims. Bókin, Morbid Curiosities: Collections of the Uncommon and the Bizarre, er innsýn í heim þeirra sem eru drifnir áfram í leit sinni að hinu undarlega og hefur vakið talsverða athygli.

Nicole Angemi er oft líkt við Morticiu Addams úr Addams-fjölskyldunni. Hún er með um milljón fylgjendur á Instagram og óhætt er að segja að myndirnar þar séu ekki fyrir viðkvæma.
Vinsæl Nicole Angemi er oft líkt við Morticiu Addams úr Addams-fjölskyldunni. Hún er með um milljón fylgjendur á Instagram og óhætt er að segja að myndirnar þar séu ekki fyrir viðkvæma.

Mynd:

Djöflar og bein

Gambino hitti fimmtán safnara sem allir státa af stórum einkasöfnum sem öll eiga það sameiginlegt að innihalda óhefðbundna og í flestum tilvikum ógnvekjandi muni. Höfundurinn fellur sjálfur í þann hóp og hefur tilheyrt honum síðastliðin 20 ár. Þekking hans á málaflokknum útskýrir á vissan hátt tilgang bókarinnar en henni er ætlað að draga fram í ljósið persónuleika safnaranna. Þeir séu ekki ögrandi sérvitringar sem glími við erfið andleg veikindi.

Morbid Curiosities: Collections of the Uncommon and the Bizarre kom út í september.
Bókin Morbid Curiosities: Collections of the Uncommon and the Bizarre kom út í september.

Húðflúrarinn bandaríski Paul Booth er einn viðmælenda Gambino en hann hefur komið sér upp myndarlegu safni. Booth er þekktastur fyrir að vera einn fremsti listamaður heims þegar kemur að ógnvekjandi húðflúri og er flestum öðrum fremri í að teikna djöfla og skrímsli. Á heimili hans má finna beinagrindur, uppstoppuð dýr og gamlar grímur og aðra sögulega muni sem tengjast trúarathöfnum þekktra djöfladýrkenda. Að sögn Booth helltist söfnunaráráttan yfir hann á ferðalögum til gamalla evrópskra borga.

Tennur látinna fíkla

Einn þekktasti safnarinn í hópnum er án efa hin 35 ára gamla Nicole Angemi sem starfar sem aðstoðarkona meinafræðings í New Jersey í Bandaríkjunum. Angemi er með um eina milljón fylgjenda á samfélagsmiðlinum Instagram en hún fann sína fyrstu safnmuni í ruslagámi fyrir utan líkhús í New Jersey. Heimili hennar er oft líkt við ógnvekjandi og drungaleg heimkynni Addams-fjölskyldunnar frægu. Þar má finna uppstoppuð hitabeltisdýr og krukkur sem innihalda rotnaðar tennur látinna eiturlyfjafíkla, gallsteina og fylgjur tveggja dætra Angemi í formalín.

Bók Gambino kom út í lok september og hefur síðan þá vakið athygli. Í umfjöllun CNN um hana er vitnað í orð höfundarins um að viðmælendur hans eigi það allir sameiginlegt að hafa mikinn áhuga á sögunni.

„Þeir eru fornleifafræðingar þéttbýlisins, sagnfræðingar og fyrst og frems öllu fræðilegir sýningarstjórar sinna sístækkandi persónulegu einkasafna,“ segir Gambino.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Gagnrýnir vinnubrögð Liverpool: Bjóst við að fá miklu meiri stuðning – ,,Var gríðarlega erfitt“

Gagnrýnir vinnubrögð Liverpool: Bjóst við að fá miklu meiri stuðning – ,,Var gríðarlega erfitt“
Pressan
Fyrir 13 klukkutímum

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Tekur Vardy óvænt skref? – ,,Aldurinn hefur engin áhrif“

Tekur Vardy óvænt skref? – ,,Aldurinn hefur engin áhrif“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gætu misst trú og þolinmæði á Hollendingnum á Anfield – ,,Menn verða pirraðir mjög fljótlega“

Gætu misst trú og þolinmæði á Hollendingnum á Anfield – ,,Menn verða pirraðir mjög fljótlega“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Spánn: Real getur orðið sófameistari í kvöld

Spánn: Real getur orðið sófameistari í kvöld
Pressan
Fyrir 19 klukkutímum

Kyn læknisins þíns getur haft sérstaka þýðingu

Kyn læknisins þíns getur haft sérstaka þýðingu
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Allt logar út af meintum árásum „skrímsladeildarinnar“ – Stefán Einar svarar fyrir sig – „Það sýnir hverskonar ógeð þeir eru“

Allt logar út af meintum árásum „skrímsladeildarinnar“ – Stefán Einar svarar fyrir sig – „Það sýnir hverskonar ógeð þeir eru“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ten Hag sannfærður um að hann verði áfram við stjórnvölin – ,,Ég gefst ekki upp“

Ten Hag sannfærður um að hann verði áfram við stjórnvölin – ,,Ég gefst ekki upp“